Vinnustaðurinn

Vinnuumhverfið

Hvernig við vinnum, hlöðum og höfum gaman

Hjá Deloitte er alltaf nóg um vera.

Um 80% af starfsfólki Deloitte starfar í höfuðstöðvunum í Kópavogi og dreifast hin 20% tiltölulega jafnt á aðrar starfsstöðvar okkar víðsvegar um landið.

Við leggjum áherslu á fjölnotavinnurými t.d. sambland af opnu rými, vinnuherbergjum, fundarherbergjum, töflurými og fundarsófum. Á morgnana velur hver og einn hvar hann vill sitja. Þó svo að flestir kjósi að sitja með sínum teymum þá má í raun sitjahvar sem er, með hvaða teymi sem er eða ef út í það er farið, á hvaða starfsstöð sem er. Í lok vinnudags leggjum við svo upp með að skilja við umhverfið okkar snyrtilegt og borðin auð. 

Þá stendur starfsfólki til að boða að vinna í fjarvinnu, í samráði við yfirmann og eins og verkefni leyfa.

Við leggjum okkur fram við vinnu okkar og það skiptir okkur máli að hafa
gaman. STÚSS starfsmannafélagið okkar, Deloitte og teymin sjálf gæta þess að brjóta upp hversdaginn. Hefðir spila stóran þátt í okkar viðburðahaldi og við höldum til dæmis árshátíð árlega, hérlendis og erlendis, þorrablót, sumargleði, haustfagnað og afmæliskaffi.

Við höfum líka mjög gaman af hinu óvænta og því skellum við oft í ýmsa viðburði eins og pub quiz, gefum óvæntan glaðning eða nærum litlu hlutina eins og að deila föstudagslagi eða bröndurum.

Did you find this useful?