Faglegt efni

Sjávarútvegsdagurinn 8. október 2015

Hvað er að frétta?

Mikill kraftur og gerjun í íslenskum sjávarútvegi. Það eru spennandi tímar í íslenskum sjávarútvegi en það kom glöggt fram á Sjávarútvegsdeginum sem fram fór nýverið.

Yfirskrift dagsins var Hvað er að frétta? og ljóst að það er engin gúrkutíð í sjávarútvegi. Fjárfestingar í greininni aukast mikið milli ára í skipum, fasteignum og búnaði auk þess sem sjávarútvegsfyrirtæki vinna að fjölbreyttum nýsköpunarverkefnum út um allt land. Á ráðstefnunni kom fram að ný og gjöful humarmið fundust nýverið við Ísland og byltingarkennd tækni frá Marel var kynnt. Einnig var sagt frá framsækinni vöruþróun og markaðsstarfi, mikilvægi stöðugs og fyrirsjáanlegs rekstrarumhverfis, jákvæðum áhrifum vaxandi ferðaþjónustu og rætt um ábyrgð sjávarútvegsfyrirtækja.

Sjávarútvegsdagurinn 2015

Sjávarútvegsdagurinn er haldinn af Deloitte ehf, Samtökum atvinnulífsins og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. 

Glærukynningar frummælenda eru aðgengilegar hér að neðan.

Dagskrá:

Setning
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.

Afkoma sjávarútvegsins 2014 og skattgreiðslur - sjávarútvegsgagnagrunnur Deloitte
Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi Deloitte ehf.

Ábyrgð fyrirtækja
Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri sjávarútvegsfyrirtækisins G.Run á Grundarfirði.

Erum við okkar gæfusmiðir?  Fastar og breytur í íslenskum sjávarútvegi
Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá SFS.

Ný hugsun og markaðstækifæri með nýrri tækni
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf.

Framtíðarsýn fyrir fjárfestingar
Örvar Guðni Arnarson, fjármálastjóri Ísfélagsins.

Fundarstjóri
Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri SFS.

Did you find this useful?