Faglegt efni

Ferðaþjónustan

Staða mála og horfur

Hvað segja aðilar í ferðaþjónustu um stöðu mála og horfur?

Viðhorfskönnun til rekstraraðila í ferðaþjónustu

Ferðaþjónustan hefur vaxið að umfangi svo um munar undanfarin ár og hefur þessi vöxtur vakið upp fjölda spurninga og talsverðri vinnu hefur því verið ráðstafað í skrif, fundahald, stefnumótun og margvíslega upplýsingaöflun. Fjöldi aðila hefur lagt lóð sín á þær vogarskálar – fyrirtæki, samtök fyrirtækja, innlendir og erlendir sérfræðingar, ráðuneyti, opinberir aðilar o.fl.

Minna hefur þó farið fyrir því að þú og aðrir einstaklingar sem reka ferðaþjónustufyrirtæki, vítt og breitt um landið, séu markvisst spurðir álits á stöðu mála og horfum í atvinnugreininni.

Deloitte og Markaðsskrifstofur landshlutanna hafa því tekið höndum saman og útbúið viðhorfskönnun til rekstraraðila í ferðaþjónustu til að fá markvisst álit á stöðu mála og horfum í atvinnugreininni.

Það er mat okkar að það að draga reglulega fram viðhorf rekstraraðila ferðaþjónustufyrirtækja sé lykilatriði í því að öll ákvarðanataka sem varðar greinina í heild verði upplýstari, markvissari og líklegri til að bera ávöxt.

Niðurstöður úr könnuninni verða kynntar í maí.

Did you find this useful?