Faglegt efni

Framhaldsumsókn um skattafrádrátt R&Þ

Umsóknarfrestur er 1. apríl 2022

Deloitte Legal vekur athygli á því að næsti frestur fyrir framhaldsumsóknir um skattafrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna (R&Þ) rennur út fimmtudaginn 1. apríl kl. 23:59.

Ýmiss opinber stuðningur býðst nýsköpunarfyrirtækjum á grundvelli heimilda í lögum sem miða að því að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja. Fyrirtæki sem hlotið hafa staðfestingu Rannís á verkefni eiga þess kost að nýta sér skattafrádrátt laga nr. 152/2009 um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Umsókn um framlengingu staðfestingar skal lögð fram árlega.

Á gjaldárinu 2022 vegna rekstrarársins 2021 verður hámark kostnaðar til útreiknings á frádrætti 1.100.000.000 kr., þar af er heimilt að telja til þeirrar fjárhæðar allt að 200.000.000 kr. vegna aðkeyptrar rannsóknar- og þróunarvinnu. Skattfrádráttur 35% af styrkhæfum kostnaði í tilviki lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en 25% í tilviki stórra fyrirtækja. Hámark skattafrádráttar getur því orðið 385.000.000 kr. hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og 275.000.000 kr. hjá stórum fyrirtækjum gjaldárið 2022.


Hverjir geta sótt um?
Fyrirtæki sem eru eigendur rannsóknar- eða þróunarverkefna og hafa fengið verkefni staðfest. Háskólar og stofnanir teljast ekki fyrirtæki í þessum skilningi.


Skilyrði úthlutunar
Skilyrði er að verkefni teljist rannsókna- eða þróunarverkefni samkvæmt lögum og einnig:

  1. að hugmynd að virðisaukandi vöru/þjónustu og viðskiptaáætlun sé vel skilgreind, og
  2. að sýnt sé fram á með gögnum að varið verði a.m.k. 1 millj. kr. til rannsókna og þróunar á 12 mánaða tímabili, og
  3. starfsmenn hafi þjálfun, menntun eða reynslu á því sviði sem hugmynd að virðisaukandi vöru eða þjónustu byggist á.

Umsókn
Sótt er um framhald á verkefni með rafrænum hætti í Umsóknarkerfi Rannís.

Did you find this useful?