Þjónusta
Fjármögnun og fjárhagsleg endurskipulagning
Deloitte Legal býður upp á alhliða og aðgengilega lögfræðiráðgjöf fyrir fyrirtæki af öllum stærðum, opinbera aðila og einstaklinga og hefur yfir að ráða einu stærsta neti lögmanna og lögfræðinga í heimi eða um 2.000 talsins í yfir 80 löndum.
Hjá Deloitte Legal á Íslandi starfa fjölmargir lögfræðingar og lögmenn með víðtæka reynslu á margvíslegum sviðum lögfræðinnar. Sérfræðingar okkar veita faglega og óháða ráðgjöf á þeim kjarnasviðum sem nýtist viðskiptavinum okkar hvort heldur í daglegum úrlausnarefnum eða stærri ákvarðanatökum.
Til að tryggja heilbrigðan rekstrargrundvöll og undirbyggja vöxt þurfa stjórnendur sífellt að leitast við að halda fjármögnun og skipulagi sinna fyrirtækja í góðu standi. Í því samhengi þarf gjarnan að huga að endurfjármögnun eldri lána, nýjum lántökum, útgáfu skuldabréfa útgáfu nýs hlutafjár og jafnvel skráningu á markað. Þá geta mál þróast þannig að fyrirtæki þurfi að nýta sér tiltekin úrræði til endurskipulagningar, á borð við greiðslustöðvanir og nauðasamninga. Í þessum ferlum er að mörgu að huga þar sem hagsmunir geta verið miklir og hagsmunaaðilar margir.
Deloitte Legal hefur yfir að búa viðmikilli reynslu á sviði fjármögnunar og fjárhagslegrar endurskipulagningar, að viðbættri þekkingu og reynslu úr atvinnulífinu. Í þessum málum, eins og öðrum, er áhersla þjónustunnar á að viðskiptavinum sé gert kleift að ná þeim fjárhagslegu markmiðum sem þeir stefna að á sem skilvirkastan máta.
Þjónusta Deloitte Legal á sviði fjármögnunar og fjárhagslegrar endurskipulagningar
Meðal þeirrar þjónustu sem Deloitte Legal veitir á sviði fjármögnunar og fjárhagslegrar endurskipulagningar er:
- Aðstoð breytingar á hlutafé og ýmis ráðgjöf um málefni hluthafa eða eigenda fyrirtækja
- Gerð lánasamninga, skuldabréfa og annarra fjármögnunarskjala
- Aðstoð í fjármögnunarferli, samskipti við lánveitendur og fjárfesta
- Ráðgjöf og aðstoð við skráningu félaga á skipulega verðbréfamarkaði
- Aðstoð í greiðslustöðvun, nauðasamningum og gjaldþrotaskiptum
- Samningagerð við kröfuhafa og birgja í tengslum við endurskipulagningu
- Aðstoð við ýmis leyfismál og samskipti við Seðlabankann / Fjármálaeftirlitið
- Ráðgjöf í tengslum við útgreiðslur til eigenda eða uppskiptingu fyrirtækja í tengslum við endurskipulagningu
- Aðstoð við eigendur fyrirtækja í tengslum við kynslóðaskipti
- Gerð kaupmála, skilnaðarsamninga og erfðarskrár, auk aðstoð við skipti
- Úrlausn ágreiningsmála, s.s. á sviði málflutnings fyrir dómstólum
Þá hafa lögfræðingar og lögmenn Deloitte Legal aðgengi að ráðgjöfum Deloitte hér heima og á heimsvísu, svo sem á sviði fjármálaráðgjafar og endurskoðunar, sem er til þess fallið að auka gæði þjónustunnar og auðveldar þjónustu við fyrirtæki við hvers kyns fjármögnunar- og endurskipulagningarferli þvert á landamæri.
Nánari upplýsingar veita: