Þjónusta

Samningaréttur, samrunar og yfirtökur

Deloitte Legal býður upp á alhliða og aðgengilega lögfræðiráðgjöf fyrir fyrirtæki af öllum stærðum, opinbera aðila og einstaklinga og hefur yfir að ráða einu stærsta neti lögmanna og lögfræðinga í heimi eða um 2.000 talsins í yfir 80 löndum.

Hjá Deloitte Legal á Íslandi starfa fjölmargir lögfræðingar og lögmenn með víðtæka reynslu á margvíslegum sviðum lögfræðinnar. Sérfræðingar okkar veita faglega og óháða ráðgjöf á þeim kjarnasviðum sem nýtist viðskiptavinum okkar hvort heldur í daglegum úrlausnarefnum eða stærri ákvarðanatökum. Þá hafa lögfræðingar og lögmenn Deloitte Legal aðgang að ráðgjöfum Deloitte hér heima og á heimsvísu, svo sem á sviði fjármálaráðgjafar og endurskoðunar, sem er til þess fallið að auka gæði þjónustunnar og auðveldar þjónustu við fyrirtæki við hvers kyns samningagerð, samruna og yfirtökur þvert á landamæri.

Samningar skipa stóran sess í rekstri fyrirtækja enda verið að taka ákvarðanir dag frá degi sem kalla á samningaviðræður af ýmsum toga. Það skiptir því máli að huga að öllum þáttum ferlisins strax frá upphafi. Með því er dregið úr líkum á að snurða hlaupi á þráðinn þegar ferlið er hafið eða jafnvel eftir að samningssambandið er komið á eða ákvarðanir teknar. Á það ekki síst við um samruna og yfirtökur, sem eru af öllum stærðum og gerðum og jafnvel á milli landamæra, og hafa grundvallaráhrif á fyrirtæki og hagsmunaaðila til lengri tíma.

Hjá Deloitte Legal starfa lögfræðingar og lögmenn með víðtæka reynslu af samningagerð, sem og annarri skjalagerð, sem aðstoða samningsaðila við að greina þær þarfir og ná þeim markmiðum sem að er stefnt með samningagerðinni. Þá hafa þeir umfangsmikla reynslu af því að styðja stjórnendur fyrirtækja frá upphafi til enda í samruna- og yfirtökuferlum, allt frá gerð áreiðanleikakönnunar, í gegnum kaupsamningsferlið, og við samþættingu í kjölfar yfirtöku.
 

Þjónusta Deloitte Legal á sviði samningaréttar, samruna og yfirtaka

Meðal þeirrar þjónustu sem Deloitte Legal veitir á sviði samningaréttar, samruna og yfirtaka er:

  • Almenn ráðgjöf vegna samningagerðar, allt frá samningum við hagaðila, starfsmenn eða opinber yfirvöld
  • Ráðgjöf og/eða aðstoð við samningaviðræður við hvers kyns hagsmunaaðila eða yfirvöld
  • Ráðgjöf og samningar um kaup og sölu fyrirtækja, s.s. gerð trúnaðaryfirlýsinga, viðskiptaskilmála, samningstilboða og kaupsamninga
  • Framkvæmd lagalegra áreiðanleikakannana við kaup og sölu fyrirtækja
  • Ráðgjöf í tengslum við samkeppnisrétt, tilkynningar til Samkeppnisyfirvalda
  • Ráðgjöf og skjalagerð vegna endurskipulagninga, skiptinga, samruna eða yfirtöku félaga
  • Aðstoð við kortlagningu á lögfræðilegum álitamálum og mögulegri samþættingu eftir kaup eða samruna fyrirtækja (e. post merger intergration)
  • Annars konar tengd ráðgjöf, skjalagerð og samskipti við hið opinbera
  • Úrlausn ágreiningsmála, s.s. á sviði málflutnings

 

Nánari upplýsingar veita: