Þjónusta
Skattaráðgjöf
Deloitte Legal býður upp á alhliða og aðgengilega skattaráðgjöf fyrir einstaklinga og lögaðila, jafnt innlenda sem erlenda. Við erum hluti af alþjóðlegu neti skattasérfræðinga sem telur yfir 45.000 manns í yfir 150 löndum um allan heim.
Hjá Deloitte Legal á Íslandi starfa fjölmargir sérfræðingar sem búa yfir mikilli reynslu og þekkingu á öllum sviðum skattaréttar. Sérfræðingar Deloitte veita faglega og óháða ráðgjöf bæði varðandi innlendan sem og alþjóðlegan skattarétt.
Það er grundvallaratriði að sýna fyrirhyggju í skattamálum. Skattalög og reglur teygja anga sína víða í rekstrarumhverfi fyrirtækja. Stafar það af talsverðum fjölda flókinna skatta sem lagðir eru á fyrirtæki og viðskipti þeirra í milli, sem og af reglum sem leiða gjarnan til ólíkrar álagningar þeirra. Þá er regluverk í kringum skatta gjarnan viðamikið,síbreytilegt og háð túlkunum, hér heima og ekki síður á alþjóðavísu.
Deloitte Legal leitast við að finna heildstæðar lausnir fyrir stjórnendur fyrirtækja sem taka mið af markmiðum þeirra og að miðla ráðgjöf með hnitmiðuðum hætti. Með því má tryggja markvissa eftirfylgni við lög og reglur og lágmörkun á áhættu. Auk þess að veita alhliða ráðgjöf þá veita sérfræðingar Deloitte Legal einnig aðstoð við lögbundin skýrsluskil fyrir fyrirtæki og starfsmenn þeirra og aðstoða með samskipti við skattyfirvöld hér heima og erlendis í samvinnu við aðildarfélög Deloitte Legal í viðkomandi löndum.
Við kaup á nýjum fyrirtækjum eða rekstrareiningum er gríðarlega mikilvægt að fá ráðgjöf um skattalega meðferð eða láta kanna hvort skattaleg álitamál fylgi viðkomandi fyrirtæki sem rekstraráhætta. Sérfræðingar Deloitte Legal hafa viðamikla reynslu af gerð skattalegra áreiðanleikakannana þar sem niðurstöðum er miðlað á hnitmiðaðan hátt án þess að afsláttur sé gefinn af gæðum.
Þjónusta Deloitte Legal á sviði skattaráðgjafar
Meðal þeirrar þjónustu sem Deloitte Legal veitir á sviði skattaráðgjafar er:
- Ráðgjöf um val á félagaformi með tilliti til rekstrar og skattalegri meðferð
- Almenn skattaráðgjöf á sviði tekjuskatts, virðisaukaskatts, fjármagnstekjuskatts og annarra opinberra gjalda
- Ráðgjöf um meðferð skatta við slit á félögum, samruna, skiptingar, eigendaskipti o.fl.
- Ráðgjöf um skattalega meðferð eftirgjafar skulda og frádráttar á töpuðum kröfum
- Meðferð ágreiningsmála fyrir skattyfirvöldum, öðrum stjórnvöldum eða dómstólum
- Alþjóðlegur skattaréttur og ráðgjöf vegna tvísköttunarsamninga
- Gerð skattalegra áreiðanleikakannanna
- Ráðgjöf um milliverðlagningu
- Verjendastörf í skattamálum
Samrunar- og yfirtökur – sérhæfð þjónusta (e. M&A Tax):
- Ráðgjöf og mat á skattalegum áhrifum fyrirhugaðra viðskipta
- Skattalegar áreiðanleikakannanir við kaup og sölu á fyrirtækjum
- Aðstoð við kortlagningu á skattamálum og mögulegri samþættingu eftir kaup eða samruna fyrirtækja (e. post merger intergration)
- Greiningar á því hvort skattaskuldbindingar séu reiknaðar með réttum hætti
- Greiningar á því hvort skattskil séu með réttum hætti
Alþjóðlegir skattar – sérhæfð þjónusta (e. International Tax):
- Greining á því hvar skattskylda myndast og áhrif tvísköttunarsamninga
- Samantekt á helstu skattalegu álitamálum vegna fjárfestinga eða starfsemi erlendis
- Greining á því hvort starfsemi myndi fasta starfsstöð og skattaleg áhrif þess
- Sækja um endurgreiðslur og undanþágur á grundvelli tvísköttunarsamninga
- Svara fyrirspurnum skattyfirvalda og leysa úr álitamálum vegna tvískattlagningar
Alþjóðleg starfsmannamál - sérhæfð þjónusta (e. Global Employer Services):
- Vinna við beitingu ákvæða tvísköttunarsamninga
- Mat á skattskyldu starfsemi/starfsmanns
- Aðstoð við gerð skattframtala starfsmanna
- Ráðgöf og aðstoð við samningagerð milli fyrirtækja og starfsmanna sem vinna erlendis
- Aðstoð vegna umsókna um atvinnu- og dvalarleyfi
- Aðstoð vegna útreiknings skatta erlendra starfsmanna hér á landi
- Ráðgjöf vegna almannatrygginga
- Önnur ráðgjöf, skjalagerð og samskipti við opinbera aðila
Ívilnanir vegna fjárfestinga, rannsókna og þróunar – sérhæfð þjónusta (e. Investment and R&D Incentives):
- Yfirsýn yfir mögulega styrki, skattalega hvata og aðrar ívilnanir innlendis eða erlendis
- Greiningar á því hvort fyrirtæki/verkefni uppfylli skilyrði ívilnana
- Aðstoð við undirbúning umsókna um ívilnanir í viðkomandi löndum
- Aðstoð við yfirferð ýmissa gagna sem tilheyra umsóknum um skattaívilnanir
- Aðstoð við samskipti við skattyfirvöld og aðra opinbera aðila á þessu sviði
- Aðstoð við samningagerð tengdum ívilnunum, til dæmis við fjárfestingarsamninga
Milliverðlagning – sérhæfð þjónusta ( e. Transfer Pricing):
- Greining á hvort fyrirtæki falli undir regluverk um milliverðlagningu
- Ráðgjöf í tengslum við stefnumótun og áætlanagerð á þessu sviði
- Ráðgjöf í tengslum við endurskipulagningu og áhrif á milliverðlagningu
- Útbúa skýrslur á sviði milliverðlagningar, sem skattyfirvöld geta kallað eftir
- Útbúa samanburðarskýrslur (e. benchmarking) til að greina armslengd viðskipta
- Aðstoð í tengslum við framtalsskil og önnur gagnaskil til yfirvalda
- Aðstoð við samskipti við skattyfirvöld og úrlausn ágreinings
- Aðstoð við umsóknir um bindandi álit og sambærileg mál
Virðisaukaskattur og tollar– sérhæfð þjónusta (e. Indirect Tax):
- Aðstoð vegna skila á virðisaukaskatti og umsóknir um endurgreiðslur
- Ráðgjöf um meðferð virðisaukaskatts í hvers kyns rekstri
- Úttektir á skattamálum til að tryggja að skil á virðisaukaskatti séu í samræmi við lög
- Greining á virðiskeðjum og mótun verkferla á sviði virðisaukaskatts
- Samskipti við skattyfirvöld vegna virðisaukaskatts og tollamála
- VSK umboðsmennska fyrir erlenda aðila sem veita þjónustu eða selja vöru á Íslandi
- Ráðgjöf vegna nýlegra lagabreytinga
Nánari upplýsingar veita: