Faglegt efni
Græna vegferðin
Könnun meðal stjórnenda um aðgerðir í loftslagsmálum
Deloitte sendi út könnun til stjórnenda 300 stærstu fyrirtækja landsins. TIlgangurinn var að meta stöðu íslenska fyrirtækja á grænu vegferðinni og auka skilning á viðbrögðum stjórnenda í loftslagsmálum.
Helstu niðurstöður
Niðurstöður sýna að 94% stjórnenda telja sig skilja með hvaða hætti fyrirtæki þeirra hefur áhrif á loftslagsmál. Þá voru 70% sem telja aðgerðir í loftslagsmálum stuðla að nýjum viðskiptatækifærum.
Áhrifaþættir
Orðspor fyrirtækis hefur hvað mest áhrif á að stjórnendur bregðist við loftslagsmálum. Þar skoruðu einnig hátt nýjar samfélagslegar áskoranir, núverandi og framtíðar starfsfólk auk möguleikans á nýjum viðskiptatækifærum.
Aðgerðir
Langflestir stjórnenda einbeita sér að því að minnka losun í grunnrekstri. Þar á eftir voru aðgerðir í virðirkeðjunni, það er við framleiðslu og gerð vöru eða þjónustu.
Markmið
Um 2/3 stjórnenda svöruðu að fyrirtæki þeirra hafi sett sér markmið um að draga úr kolefnislosun um ákveðið hlutfall, að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki og/eða höfðu sett sér markmið sem styðja við markmið Parísarsáttmálans um að hýnun jarðar fari ekki fyrir 1,5°.