Faglegt efni

Skýrsla um laun og hlunnindi í skráðum félögum

Stjórnendur og stjórnir skráðra íslenskra félaga 2015-2019

Skýrsla þessi gefur innsýn í laun og hlunnindi stjórna og framkvæmdastjórna hjá 21 íslensku félagi skráð á hlutabréfamarkað Nasdaq OMX Nordic árið 2019, þar af 20 félög skráð á íslenskan markað, Nasdaq OMX Iceland.

Tilgangur og aðferðafræði skýrslu

Skráðum félögum ber að sinna viðvarandi upplýsingaskyldu á markaði skv. lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti og reglum Nasdaq Iceland („Kauphöll“) fyrir útgefendur fjármálagerninga, ásamt því að fylgja upplýsingaskyldu í lögum nr. 3/2006 um ársreikninga. Skýrslu Deloitte „Laun og hlunnindi í skráðum félögum" er ætlað að veita innsýn í þóknanir til æðstu stjórnenda, stjórnarlaun og notkun langtímahvata í skráðum íslenskum félögum.

Greining Deloitte byggir eingöngu á opinberum upplýsingum um félögin, þ.e. úr ársreikningum, af heimasíðum, fréttatilkynningum, aðalfundum og starfskjarastefnum. Í greiningunni höfum við notast við síðustu fimm fjárhagstímabil og endurspegla greiningar okkar, eins nákvæmt og mögulegt er, launaskiptingu á árunum 2015 2019. Launafjárhæðir eru birtar eins og þær eru settar fram í ársreikningum og hafa ekki verið vísitöluleiðréttar.

Taka skal til greina að ekki gefa öll félögin út jafn nákvæmar upplýsingar um launakjör og er því fjöldi félaga og stjórnenda breytilegur á milli greininga, í samræmi við framboð upplýsinga í hverju tilviki.

Niðurstöður

Meðal þess sem fram kemur í skýrslu Deloitte er greining á launum og hlunnindum forstjóra. Á grafinu hér að neðan má sjá skiptingu á fastri og breytilegri þóknun forstjóra íslenskra félaga á hlutabréfamarkaði á árunum 2015-2019.

Grafið gefur til kynna að um 7% af þóknun forstjóra sé breytileg á árinu 2019, þ.e. um 6,5% í formi kaupauka og tæplega 0,5% í formi langtímahvata. 

Föst og breytileg þóknun | Forstjórar 2015 – 2019

Did you find this useful?