Lausnir

Áætlanagerð

Virðisaukandi áætlanagerð – hagkvæmari áætlanagerð í fjármáladeildum fyrirtækja

Regluleg áætlanagerð er ferli sem krefst fókus á skipulagningu, framkvæmd og eftirfylgni. Til þess að fá mynd af rekstrarstöðu fyrirtækis sem og fjármagns- og lausafjárstöðu tekur ferlið oft mikla vinnu og tíma starfsfólks.

Eftir að áætlanagerð er lokið eru nokkrir þættir sem þarf að hafa í huga:

 • Á að haga vinnuferlinu á annan hátt en gert hefur verið?
 • Er áætlunarlíkanið of flókið?
 • Er nægjanlega mikil fylgni á milli líkansins og raunverulegrar útkomu?

Við bjóðum aðstoð við áætlanagerð. Ráðgjafar okkar eru reynslumiklir og hafa mikla innsýn í áætlanagerð á öllum stigum ferlisins.

Hvernig við getum aðstoðað:

 • Aðstoð við gerð handbókar um áætlanagerð
 • Aðstoð við gerð verkefnaáætlunar
 • Ráðgjöf við val á verkfærum, meðal annars þarfagreiningar
 • Aðstoð við líkanagerð, þ.á.m. sviðsmyndagreining
 • Samantekt og uppsetning forsenda
 • Stýring, greining og yfirferð á líkönum
 • Aðstoð við val og/eða gerð verkfæra við eftirfylgni
 • Aðstoð við hagræðingu í ferli áætlanagerðar
 • Þjálfun starfsmanna í áætlanagerð
 • Aðstoð við eftirfylgni áætlana

Viltu vita meira?

Ef þú þarft aðstoð og vilt koma og hitta okkur er þér velkomið að hafa samband við ráðgjafa okkar.

Did you find this useful?