Þjónusta

Áreiðanleikakannanir

Sé áreiðanleikakönnunin rétt framkvæmd getur hún fækkað verulega fyrirvörum og ábyrgðum í kaupsamningi

Í grundvallaratriðum er tilgangur áreiðanleikakönnunar að samræma vitneskju og upplýsingar kaupanda og seljanda á félaginu.

Í grundvallaratriðum er tilgangur áreiðanleikakönnunar (e. Due diligence) að samræma vitneskju og upplýsingar kaupanda og seljanda á félaginu. Áreiðanleikakönnun stuðlar að því, sé hún rétt framkvæmd, að takmarka óvissu vegna viðskiptanna þannig að hægt sé að fækka verulega fyrirvörum og ábyrgðum í kaupsamningi.

Áreiðanleikakönnun er ítarleg skoðun á stöðu og starfsemi fyrirtækis – nokkurs konar heilsufarsathugun.

Áreiðanleikakönnun getur átt við fjölda mismunandi athugana sem kaupandi eða seljandi láta framkvæma í tengslum við viðskipti með fyrirtæki. Áreiðanleikakönnun getur einnig verið unnin fyrir lánveitendur og/eða nýst við fjármögnun viðskipta.

Athuganirnar geta til dæmis snúið að fjárhagslegum málefnum, lögfræðilegum og skattalegum álitaefnum og í sumum tilvikum skoðun á markaðs- og tæknilegum atriðum sem gætu haft veruleg áhrif á starfsemi fyrirtækisins í nálægri framtíð.

Umfang skoðunar fer eftir eðli og flækjustigi viðskipta og félagsins sem er til skoðunar á hverjum tíma

  • Áreiðanleikakönnun í kaupferli (e. Buy side due diligence) er einn mikilvægasti þáttur kaupferlisins og er áreiðanleikakönnun framkvæmd áður en gengið er frá viðskiptum og eru samningar um kaup og sölu fyrirtækja iðulega með fyrirvara um framkvæmd áreiðanleikakönnunar. Tilgangur áreiðanleikakönnunar er að upplýsa og auka skilning kaupanda á fyrirtækinu og forsendum hans fyrir viðskiptunum, sem og að gera honum grein fyrir áhættuþáttum í rekstri séu þau fyrir hendi.
  • Áreiðanleikakönnun í söluferli (e. Vendor due diligence). Sífellt algengara er að seljendur nýti sér þessa tegund áreiðanleikakönnunar til að tryggja að söluferlið verði sem skilvirkast, hármarki verð og takmarki óvissu og áreiti á stjórnendur. Þessi tegund áreiðanleikakönnunar er framkvæmd áður en söluferli hefst og í undirbúningi á útboð félaga.
  • Takmörkuð áreiðanleikakönnun (e. Red flag due diligence) er frumskoðun á félagi þar sem umfangslýsing og niðurstöður eru ekki eins ítarlegar en bent er á þau atriði sem þarfnast nánari skoðunar áður en gengið er frá viðskiptum. Deloitte býður upp á framkvæmd áreiðanleikakannana, sem byggðar eru á alþjóðlegri aðferðafræði Deloitte. Aðferðafræði Deloitte er af hæsta gæðaflokki og höfum við víðtæka reynslu af framkvæmd áreiðanleikakannana fyrir viðskiptavini okkar.

Niðurstöður áreiðanleikakannana eru settar fram í skýrslu sem er til þess fallin að lesandinn geti með einföldum hætti áttað sig á lykilatriðum í rekstri og fjárhag félagsins, sem taka þarf tillit til áður en gengið er frá viðskiptum.

Skipta má áreiðanleikakönnunum niður í þrjá flokka

Nánari upplýsingar veita:

Hildur Grétarsdóttir

Hildur Grétarsdóttir

Verkefnastjóri, Fjármálaráðgjöf

Hildur er verkefnastjóri hjá Fjármálaráðgjöf Deloitte. Hildur hefur víðtæka reynslu og hefur stýrt fjölmörgum verkefnum á sviði áreiðanleikakannana, fjárhagslegra greininga og fjárhagslíkana ásamt því... Meira

Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir

Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir

Meðeigandi, sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar

Lovísa er einn af meðeigendum Deloitte ehf. og sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar. Þá er hún forstöðumaður atvinnugreinahóps Deloitte er snýr að sveitarfélögum og opinberum aðilum. Lovísa hefur víðtæka rey... Meira