Þjónusta

Fjárhagsleg endurskipulagning

Ráðgjöf til fyrirtækja í fjárhagserfiðleikum og eigenda þeirra

Endurskipulagning hentar fyrirtækjum sem standa frammi fyrir fjárhagslegum, rekstrarlegum eða stjórnunarlegum vanda. Við aðstoðum við að koma auga á og greina umfang, dýpt, orsakir og afleiðingar vandans, ásamt því að aðstoða við að bregðast við vandanum og koma fyrirtækinu út úr erfiðleikunum.

Deloitte býr yfir umfangsmikilli reynslu af fjárhagslegri og rekstrarlegri endurskipulagningu fyrirtækja. Við veitum þjónustu til bæði fyrirtækja, stjórnenda og eigenda, lánadrottna og annarra hluthafa fyrirtækja í erfiðleikum.

Við getum meðal annars aðstoðað með að:

  • Framkvæma óháða úttekt á starfsemi félagsins.
  • Yfirfara og meta aðgerðaáætlun, viðskiptaáætlun, rekstraráætlanir og spár til að leggja mat á getu félagsins til að standa við skuldbindingar sínar og skilgreina rekstrargrundvöll félagsins til framtíðar.
  • Meta lausafjárþörf félagsins til skamms- og langtíma og koma með tillögur til að styrkja sjóðstreymi félagsins og hámarka nýtingu veltufjármuna.
  • Koma auga á og greina umfang, dýpt, orsakir og afleiðingar fjárhagslegs vanda sem fyrirtækið stendur frammi fyrir. Í framhaldinu útbúum við aðgerðaáætlun og tökum einnig virkan þátt í framkvæmd hennar.
  • Ná fram hagræðingu í rekstri, til dæmis með innvistun eða útvistun.
  • Leiða áfram eða styðja við undirbúning þess að ná nýrri markaðsstöðu, með gerð áætlana er varða rekstur, veltu eða endurskipulagningu.
  • Aðstoða stjórnendur í gegnum endurskipulagningarferlið. Deloitte getur einnig lánað starfsmann til félagsins til að leiða endurskipulagningarferlið.
  • Leiða sölu á einingum í taprekstri eða órekstrartengdum eignum (t.d. eignarhlut í öðrum félögum).
  • Veita ráðgjöf við stjórnun félags í skyndilegum fjárhagsvanda ásamt því að leiða samningaviðræður við kröfuhafa og aðra hluthafa.
  • Veita aðstoð til skiptastjóra, t.d. með skoðun afmarkaðra þátta, verðmats o.fl.

Viltu vita meira?

Ef þú þarft aðstoð og vilt koma og hitta okkur er þér velkomið að hafa samband við ráðgjafa okkar.

 

Nánari upplýsingar veita:

Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir

Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir

Meðeigandi, sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar

Lovísa er einn af meðeigendum Deloitte ehf. og sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar. Þá er hún forstöðumaður atvinnugreinahóps Deloitte er snýr að sveitarfélögum og opinberum aðilum. Lovísa hefur víðtæka rey... Meira