Þjónusta

Fjárhagslegar rannsóknir (e. Forensic)

Óháð aðstoð sérfræðinga

Sérfræðingar Deloitte geta aðstoðað við fjárhagslegar rannsóknir, til að mynda í tengslum við ágreiningsmál eða möguleg yfirvofandi málaferli. Með fjárhagslegum rannsóknum getum við einnig aðstoðað viðskiptavini við að bera kennsl á hugsanlega áhættu, s.s í tengsum við reglufylgni eða mótaðila í viðskiptum, og þannig aðstoðað fyrirtæki við að verja ímynd vörumerkis og orðspor sitt.

Fjárhagslegar rannsóknir

Sérfræðingar Deloitte veita ráðgjöf séu til staðar grunsemdir eða ásakanir um fjármuna- og efnahagsbrot. Þjónusta okkar getur m.a. falist í að:

 • Greina og yfirfara bæði rafræn og áþreifanleg gögn
 • Greina flókin viðskipti og bókhald fyrirtækisins til að bera kennsl á mynstur eða önnur merki um grunsamleg eða óvenjuleg viðskipti
 • Mat á heildarumfangi atvika og hugsanlegu fjárhagslegu tapi
 • Gera bakgrunnsathuganir á einstaklingum og fyrirtækjum
 • Bera kennsl á glötuð verðmæti

 

Tæknilausnir við fjárhagslegar rannsóknir

Deloitte býr yfir tæknilausnum í fremstu röð til að greina yfirgripsmikil og flókin gagnasett. Þetta gerir viðskiptavinum okkar kleift að safna saman og greina upplýsingar á skilvirkan hátt og nýta til dæmis í tengslum við innri rannsóknir, réttarágreining, í dómsmálum og fleira.

 • Sérfræðingar okkar bera kennsl á viðeigandi gagnagrunna, rekja stafræn fótspor í tölvum, á netþjónum, farsímum og öðrum gagnagrunnum.
 • Við vinnum með óformuð og formuð gögn (e. unstructured and stuctured data) frá mismunandi gagnagrunnum t.a.m. ERP-kerfum, tölvupósti, smáskilaboðum, netspjalli, hljóðupptökum, farsímum, samfélagsmiðlum og skýjalausnum

 

Úrlausn ágreiningsmála (e. Dispute Services)

Sérfræðingar Deloitte geta veitt aðstoð í hvers konar ágreiningsmálum aðila og hjálpað viðskiptavinum að finna bestu lausnina á þeim. Verði ekki leyst úr ágreiningsmálum, t.d. milli samstarfsaðila, samkeppnisaðila eða hluthafa, getur það leitt til málaferla eða skaðandi dómsmála.

Þjónusta okkar getur m.a. falist í aðstoð í tengslum við:

 • Gerðardóm og dómsmál: þar með talið sérfræðiálit, vitnisburð, samningaviðræður, endurskoðun og mat á fjárhagslegum tengslum
 • Álitsgjöf og mat: þar með talið greining á þeim verðmætum og/eða atriðum sem ágreiningur er um  
 • Eftirfylgni samninga: þar með talið að fara yfir samningsskilmála til að tryggja að þeim sé fylgt, til dæmis hvað varðar leyfisveitingar og greiðslu fyrir afnot af höfundarrétti
 • Skaðabótamál: þar með talið að yfirfara og staðfesta fjárhagslegt uppgjör, skaðabætur, tapaðar tekjur o.fl.

 

Áreiðanleikakönnun á heilindum (e. Integrity Due Diligence, IDD)

Sérfræðingar Deloitte geta aðstoðað við að meta mótaðilaáhættu (e. third-party integrity risk), til að mynda gagnvart söluaðila, dreifingaraðila, umboðsaðila eða öðrum samstarfsaðilum. Að sama skapi getum við aðstoðað við mat á áhættu og viðskiptaháttum mótaðila í samruna- og yfirtökuferli.

Umfang áreiðanleikakönnunar er ávallt hægt að sníða í samræmi áætlaða áhættu þess sem í hlut á hverju sinni. Við getum til að mynda kannað eftirfarandi:

 • Almennar upplýsingar um fyrirtæki og orðspor þess
 • Bakgrunn lykilstjórnenda fyrirtækisins, árangur í starfi og faglegt orðspor
 • Viðskiptasögu og starfsemi fyrirtækisins Raunverulegt eignarhald fyrirtækis (þ.m.t. merki um eignarhald ríkisins eða dulda eigendur)
 • Hugsanleg stjórnmálaleg tengsl (e. politically exposed person) fyrirtækis eða stjórnenda
 • Reglufylgni fyrirtækisins við viðeigandi löggjöf í tengslum við efnahagsbrot
 • Hugsanleg þátttaka fyrirtækis eða stjórnenda þess í málefnum eða ólögmætri starfsemi sem geta skaðað orðspor eða vörumerki

 

Ráðgjöf vegna efnahagsbrota

Sérfræðingar Deloitte geta aðstoðað við mat á áhættu, eftirfylgni með lögum og reglum og veitt ráðgjöf um aðgerðir gegn efnahagsbrotum.

 • Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
 • Aðgerðir gegn sviksamlegri starfsemi
 • Aðgerðir gegn spillingu og mútubrotum 

Nánari upplýsingar veitir:

Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir

Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir

Meðeigandi, sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar

Lovísa er einn af meðeigendum Deloitte ehf. og sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar. Þá er hún forstöðumaður atvinnugreinahóps Deloitte er snýr að sveitarfélögum og opinberum aðilum. Lovísa hefur víðtæka rey... Meira