Þjónusta

Fjárhags- og stjórnendalíkön

Fáðu áreiðanlegar fjárhagsupplýsingar og upplýsingar um áhrif áhættu verkefna

Fyrir stærri fjárfestingar eða mikilvægar ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli fjárhagslegra greininga er mikilvægt að smíðað sé fjárhagslíkan sem setur fram áreiðanlegar fjárhagsupplýsingar og dregur fram áhrif helstu áhættuþátta á niðurstöðu verkefnisins.

Góðar vinnureglur við smíði fjárhagslíkana

Hjá Deloitte vinnum við eftir góðum starfsvenjum (e. best practices) við smíði fjárhagslíkana. Aðferðir okkar ná utan um ferli líkansmíðinnar ásamt því að innihalda almennar kröfur sem við vinnum eftir við þróun og smíði líkansins. Ferlið er aðlagað að hverju verkefni fyrir sig en kröfur okkar eru almennar og ná utan um öll fjárhagslíkön.

Með því að fylgja kröfum okkar getum við á hagkvæman hátt og með lágmarks áhættu smíðað áreiðanlegt fjárhagslíkan sem styður við og hjálpar til við að taka mikilvægar ákvarðanir.

Við getum meðal annars aðstoðað með:

Við smíði fjárhagslíkans aðstoðum við þig í gegnum allt ferlið, allt frá því að verkefnið er skilgreint og forgreiningar settar fram, í gegnum smíði fjárhagslíkansins og uppsetningu fjárhagsgreininga, þar til grundvöllur fyrir ákvarðanatöku hefur verið settur fram. Verkefninu lýkur með afhendingu fjárhagslíkansins, svo þú hafir möguleika á að nota líkanið við frekari ákvarðanatöku.

Nánari upplýsingar veita:

Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir

Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir

Meðeigandi, sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar

Lovísa er einn af meðeigendum Deloitte ehf. og sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar. Þá er hún forstöðumaður atvinnugreinahóps Deloitte er snýr að sveitarfélögum og opinberum aðilum. Lovísa hefur víðtæka rey... Meira

Hildur Grétarsdóttir

Hildur Grétarsdóttir

Verkefnastjóri, Fjármálaráðgjöf

Hildur er verkefnastjóri hjá Fjármálaráðgjöf Deloitte. Hildur hefur víðtæka reynslu og hefur stýrt fjölmörgum verkefnum á sviði áreiðanleikakannana, fjárhagslegra greininga og fjárhagslíkana ásamt því... Meira