Þjónusta
Hagfræðileg ráðgjöf
Þekktu samskipti þinnar starfsemi og hagkerfisins
Öll fyrirtæki og stofnanir eru hluti þess hagkerfis sem þau starfa í, á sama tíma og þau hafa bein áhrif á það. Þegar kemur að því að meta þessi tengsl og það hvernig vendingar í íslensku, og eftir atvikum alþjóðlegu, efnahagsumhverfi hefur áhrif á þinn rekstur getum við aðstoðað.
Þrátt fyrir að breytingar í hagkerfum og hagstærðum hafi gríðarleg áhrif á alla starfsemi er ekki alltaf ljóst með hvaða hætti, hvenær og af hvaða umfangi áhrif þeirra verða fyrir viðkomandi aðila. Við getum aðstoðað fyrirtæki, opinberar stofnanir, hagsmuna- og félagasamtök við að greina og meta áhrif breytinga í hagkerfum eða markaðssvæðum þeirra. Við getum jafnframt aðstoðað við að meta áhrif þeirra á viðkomandi hagkerfi hvort sem það er í formi opinberra gjalda eða með öðrum hætti. Þjónusta okkar getur meðal annars falið í sér:
Greining hagvísa og mat á rekstraráhrifum
Mikilvægt er að yfirfara og meta hvaða hagvísar eru líklegir til að hafa áhrif á rekstur eða starfsemi aðila og meta mögulegan kostnað eða ábata ef þeir breytast. Vinna okkar getur t.a.m. falið í sér niðurstöðu um reiknað umfang viðeigandi áhrifaþátta á starfsemi.
Umfang starfsemi og áhrif á hagkerfi
Fyrirtækjum og atvinnugreinum er jafnan mikilvægt að þekkja stærð sína í hagkerfum. Þörf fyrir slíkar upplýsingar getur hvoru tveggja komið til af því að aðilar vilja tryggja að fram fari upplýst umræða um starfsemi þeirra eða til þess að öðlast betri skilning á hlutverki þeirra í hagkerfinu. Við getum aðstoðað félög við að greina umfang rekstrar og þátttöku þeirra í þeim hagkerfum sem þau starfa.
Greining á mörkuðum eða markaðssvæðum
Markaðir breytast í sífellu en ein ástæða þess eru breytinga í efnahagsumhverfi viðkomandi starfsemi. Þróun og breytingar í hagkerfum geta jafnframt haft víðtæk áhrif á samkeppnisumhverfi og samkeppnishæfni fyrirtækja. Við getum aðstoðað við að meta fýsileika markaða og markaðssvæða og eða aðstoðað við að meta líklega þróun á þeim.
Stefnumótun og ákvarðanataka
Þegar fyrirtæki vinna að stefnumótun eða sjá eftir atvikum fram á verulegar breytingar á starfsemi sinni getur verið mikilvægt að setja slíkar ákvarðanir í samhengi við þróun ytri hagstærða. Við getum aðstoðað fyrirtæki við að meta líklega þróun á innlendum sem og erlendum mörkuðum til að tryggja upplýsta ákvarðanatöku.