Þjónusta

Óháð yfirferð viðskiptaáætlana

Deloitte aðstoðar við yfirferð og endurbætur viðskiptaáætlana

Ýmsar ástæður geta legið að baki því að hagsmunaðilar vilji láta framkvæma óháða yfirferð á viðskiptaáætlunum, s.s. vegna fjármögnunar sprotafyrirtækja eða vegna fyrirtækja sem brotið hafa lánaskilmála og/eða eru í lausafjárvandræðum.

Viðskiptaáætlanir geta spilað lykilhlutverk við fjármögnun og því mikilvægt að sú áætlun sem kynnt er fyrir fjármögnunaraðilum sé traustvekjandi og forsendur hennar séu raunhæfar og í samræmi við það rekstrarumhverfi sem fyrirtækið starfar í.    

Viðskiptaáætlun sem hefur verið yfirfarin af óháðum aðila býr til grundvöll fyrir samningaviðræður og getur nýst stjórnendum í áframhaldandi starfsemi fyrirtækisins.

Hvernig getur Deloitte hjálpað?

Deloitte teflir fram reynslumiklum ráðgjöfum sem hafa aðstoðað við yfirferð og endurbætur viðskiptaáætlana fyrir fjölbreyttan hóp fyrirtækja úr margvíslegum atvinnugreinum.

Í yfirferðum okkar leitumst við m.a. við að:

  • Skýra þær forsendur sem liggja til grundvallar viðskiptaáætlunum
  • Setja forsendur viðskiptaáætlunar í samhengi við markaðsupplýsingar eins og við á
  • Yfirfara forsendur með tilliti til raunhæfis og koma á framfæri athugasemdum til stjórnenda varðandi forsendur sem við teljum að geti verið óraunhæfar m.t.t. viðskiptaáætlunarinnar
  • Greina helstu óvissuþætti í áætlunum og möguleg áhrif þeirra á afkomu

Nánari upplýsingar veita:

Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir

Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir

Meðeigandi, sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar

Lovísa er einn af meðeigendum Deloitte ehf. og sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar. Þá er hún forstöðumaður atvinnugreinahóps Deloitte er snýr að sveitarfélögum og opinberum aðilum. Lovísa hefur víðtæka rey... Meira

Hildur Grétarsdóttir

Hildur Grétarsdóttir

Verkefnastjóri, Fjármálaráðgjöf

Hildur er verkefnastjóri hjá Fjármálaráðgjöf Deloitte. Hildur hefur víðtæka reynslu og hefur stýrt fjölmörgum verkefnum á sviði áreiðanleikakannana, fjárhagslegra greininga og fjárhagslíkana ásamt því... Meira