Þjónusta
PPP
Samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila
Samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila, eða PPP (Public-Private Partnership), getur verið skilvirk leið til þess að byggja upp og stjórna innviðum ásamt því að dreifa áhættu milli opinberra aðila og einkaaðila þannig að arðsemi sé hámörkuð.
PPP-verkefni eru samstarfsverkefni opinberra aðila og einkaaðila um opinbera framkvæmd. Aðilar gera með sér samkomulag um verkefni þar sem einkaaðili tekur að sér skilgreindan hluta verkefnis. Hlutverk einkaðilans getur náð til þróunar, hönnunar, framkvæmdar, fjármögnunar, reksturs og viðhalds á samningstíma. Fyrirkomulagið leiðir til þessa að aðilar deila með sér áhættu á skilvirkan og hagkvæman hátt. Fyrirkomulag samningagerðar leiðir til þess að hvati myndast hjá einkaaðila til að finna lausn þannig að kostnaði sé haldið í lágmarki án þess að gæðum sé fórnað.
Ráðgjafar Deloitte, hérlendis sem og erlendis, búa yfir umfangsmikilli reynslu við samningagerð, fjármögnun og stjórnun PPP-verkefna. Við getum aðstoðað opinbera aðila við umsjón útboðs en við getum einnig aðstoðað fjármögnunaraðila og aðra tilboðsgjafa við þátttöku í PPP-verkefnum.
Dæmi um PPP-verkefni:
- Gatnagerð
- Jarðgöng og brýr
- Skólar og leikskólar
- Bílastæðahús
- Sjúkrahús
- Fasteignir
- Flugvellir
- Hjúkrunarheimili
- Íþróttamannvirki
Viltu vita merira?
Ef þú þarft aðstoð eða frekari upplýsingar er þér velkomið að hafa samband við ráðgjafa okkar.