Þjónusta

Ráðgjöf í samrunaferli og samþættingu

Margir samrunar skila ekki væntum ávinningi 

Með skipulögðu samþættingar- og/eða aðskilnaðarferli vegna sölu rekstrareininga, má tryggja virðisinnlausn viðskipta.

Áskoranir í samrunaferli og sölu einstakra rekstrareininga eru margar og í mörgum tilfellum tekst fyrirtækjum ekki að ná fram þeim ávinningi sem lagt var upp með. Ein helsta ástæða þess er að aðgerðaáætlanir eru ekki settar fram með skipulögðum hætti í aðdraganda breytinga sem og í kjölfar þeirra. Ráðgjafar Deloitte aðstoða fyrirtæki við að setja upp aðgerðaáætlanir og koma auga á mögulegar áskoranir og áhættur í ferlinu þannig að virðisinnlausn sé tryggð.

Stefnubreyting fyrirtækja eftir samruna eða í kjölfar sölu rekstrareiningar veldur óvissu innan fyrirtækja sem og meðal annarra haghafa. Í mörgum tilvikum eykst flækjustig í rekstri fyrirtækis vegna þeirrar breytinga sem eiga sér stað og þannig aukast líkurnar á því að fyrirhugaður ávinningur skili sér ekki. Helstu ástæður þess eru að markmið rekast á, stjórnendur eru ósammála, félagið býr ekki yfir viðeigandi hæfni til að takast á við breytingarnar, samskiptum er ábótavant og/eða undirbúning skortir.

Við aðstoðum viðskiptavini við að sjá til þess að breytingarnar gangi snurðulaust fyrir sig og að áhrif á daglegan rekstur séu lágmörkuð. Í þessu tilliti aðstoðum við félög við að:

  1. Samræma markmið

  2. Útbúa aðgerðaáætlun til að halda utan um ferlið með skipulögðum hætti þannig að innlausn virðis sé tryggð og að markmið samruna/sölu náist

  3. Mæla árangur þeirrar vegferðar sem lagt hefur verið í

  4. Koma auga á þætti í rekstri félagsins þar sem vandamál geta komið upp tengt ferlinu

  5. Skilgreina þau verkefni sem þarf að klára til að ná markmiði samruna/sölu og setja þeim viðeigandi tímamörk

  6. Koma í veg fyrir árekstra innan félagsins vegna ferlisins

  7. Skipuleggja samskipti við haghafa vegna þess óvissuástands sem ferlið kann að skapa

 

Viltu vita meira?

Ef þú þarft aðstoð og vilt koma og hitta okkur og ræða við okkur er þér velkomið að hafa samband við ráðgjafa okkar.

Nánari upplýsingar veita:

Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir

Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir

Meðeigandi, sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar

Lovísa er einn af meðeigendum Deloitte ehf. og sviðsstjóri Fjármálaráðgjafar. Þá er hún forstöðumaður atvinnugreinahóps Deloitte er snýr að sveitarfélögum og opinberum aðilum. Lovísa hefur víðtæka rey... Meira