Faglegt efni

Human Capital Trends 2019

Leading the social enterprise: Reinvent with a human focus    

Um 10.000 stjórnendur, þar af um 500 stjórnendur á Norðurlöndum, tóku þátt í nýjustu mannauðskönnun Deloitte „Human Capital Trends 2019“.

Skýrsla ársins fjallar um áskoranir og tækifæri sem felast í framsæknum stjórnarháttum, fyrirmyndar mannauðsstjórnun og virkri samfélagslegri þátttöku fyrirtækja. Skýrslunni er skipt upp í þrjá meginkafla; framtíð vinnuaflsins, framtíð fyrirtækisins og framtíð mannauðsmála. 

Þegar niðurstöður á alþjóðavísu eru bornar saman við niðurstöður Norðurlandanna má greina mun á stefnu fyrirtækja á Norðurlöndum og annarra landa. Eru Norðurlöndin að ryðja veginn með vinnumarkað sem aðlagar sig að breyttum veruleika og kröfum starfsfólks eða eru þau að reka lestina í þeim efnum?

Framtíð vinnuaflsins

Í áraraðir hafa margir talið vertaka, lausamennsku- og sjálfstætt starfandi einstaklinga vera óhefðbundið vinnuafl. Þessi tegund vinnuafls hefur þó á undanförnum árum rutt sér til rúms og í dag tilheyrir stór hluti einstaklinga á vinnumarkaði þessum hópum. Fyrirtæki þurfa að aðlaga sig að breyttum vinnumarkaði og íhuga hvernig nýta megi fjölbreytni vinnumarkaðarins til þess að hámarka árangur.

Kaflinn um framtíð vinnuaflsins tekur á þremur þáttum:

  • Óhefðbundið vinnuafl er orðið hefðbundið
  • Frá störfum til „súper“-starfa
  • Leiðtogar 21. aldarinnar

Kröfur og væntingar til leiðtoga

Rúmlega 80% stjórnenda á alþjóðavísu telja að leiðtogar 21. aldarinnar standi frammi fyrir nýjum kröfum og áskorunum á vinnumarkaði. Nokkur samhljómur er um hvaða kröfur það eru en þó gætir örlítils áherslumunar milli stjórnenda á Norðurlöndum og í öðrum heimshlutum. Súluritið hér að neðan varpar ljósi á þá þætti og muninn milli Norðurlandanna og heildarinnar.

Sækja einblöðung

Framtíð vinnuaflsins

Framtíð fyrirtækisins

Samkeppni um hæfileikaríkt og öflugt starfsfólk er áfram mikil auk þess sem hæfniskröfur breytast hratt. Aukin áhersla er á hið mannlega og vill starfsfólk finna að það skipti máli og hafi áhrif, ekki aðeins á fyrirtækið heldur líka samfélagið í heild.

Kaflinn um framtíð fyrirtækisins tekur á þremur þáttum:

  • Mannlegi þátturinn
  • Áhrif liðsheildar á frammistöðu fyrirtækja
  • Hvatakerfi

Teymisvinna og þverfagleg vinna er algengari á Norðurlöndum

Þriðjungur stjórnenda á Norðurlöndum nefndi að á þeirra vinnustað væri unnið alfarið eða að mestu leyti í teymum, samanborið við fjórðung stjórnenda frá öðrum heimshlutum. Þá sögðu 64% stjórnenda á Norðurlöndum að enn væri algengt að leiðtogar hreinlega kunni ekki að reka fyrirtæki þar sem unnið er í teymum eða þverfaglega og það sé helsta ástæða þess að fyrirtæki séu treg til breytingar í þessa átt.

Sækja einblöðung

Framtíð fyrirtækisins

Framtíð mannauðsmála

Mannauðsmál eru að breytast hratt og hafa sívaxandi áhrif á fyrirtæki og þróun þeirra.

Kaflinn um framtíð mannauðsmála tekur á fjórum þáttum:

  • Nýráðningar
  • Símenntun
  • Starfsþróun innan fyrirtækja
  • Skýjalausnir og sjálfvirknivæðing


Sjálfvirknivæðing mikilvægari á Norðurlöndum

Að mati 71% stjórnenda á Norðurlöndum verður sjálfvirknivæðing stærsta breytingin í mannauðsmálum, samanborið við 56% stjórnenda á heimsvísu. Áréttað skal að þrátt fyrir að sjálfvirknivæðing og skýjalausnir auðveldi vinnslu gagna þá ætti aðeins að líta á þær lausnir sem grunn til að byggja ofan á - þær koma ekki í stað þeirra greiningar sem mannauðsstjórnendur vinna í dag.

Sækja einblöðung

Framtíð mannauðsmála

Did you find this useful?