Faglegt efni
Konur í stjórnum og stjórnunarstöðum
7. útgáfa
Könnun Deloitte um markmið og aðgerðir landa til að auka kynjajafnvægi í stjórnum og stjórnunarstöðum fyrirtækja.
Skýrsla Deloitte, Women in the Boardroom, kemur nú út í sjöunda sinn. Skýrslan byggir á könnun sem lögð var fyrir meðal stjórnenda í 10.493 fyrirtækjum í 51 landi. Þessu til viðbótar safnaði Deloitte upplýsingum um kynjakvóta og önnur frumkvæði til að jafna kynjahlutföll í mun fleiri löndum.
Skýrsla þessi gefur því innsýn í markmið og aðgerðir samtals 72 landa á alþjóðavísu um jafnari kynjahlutföll í stjórnum og stjórnunarstöðum fyrirtækja.
Könnunin í ár er framkvæmd í samstarfi við The 30% Club, alþjóðlegt árvekniátak sem hefur þann tilgang að jafna kynjahlutföll í stjórnum og stjórnunarstöðum á aþjóðavísu með það að markmiði að lágmarki 30% séu konur.
Helstu niðurstöður;
- Á heimsvísu er meðalhlutfall kvenna í stjórnum 19,7%
- Fyrirtæki með kvenkyns forstjóra hafa jafnari kynjahlutföll í sínum stjórnum en fyrirtæki með karlkyns forstjóra
Við vekjum athygli á að sérstök umfjöllun er um Ísland á blaðsíðum 132-133 í skýrslunni (blaðsíða 67 í rafrænu formi). Þar er meðal annars vitnað í Sif Einarsdóttur, meðeiganda hjá Deloitte.