Þjónusta
Viðbragðsþjónusta netöryggisatvika
Undirbúningur - Viðbragð - Enduruppbygging
Viðbragðsþjónusta Deloitte aðstoðar fyrirtæki við undirbúning, viðbragð og enduruppbyggingu kerfa hratt og örugglega eftir netárás.
Þegar hringt er í viðbragðsþjónustu netöryggisatvika fæst samband við netöryggissérfræðing Deloitte sem metur stærð og umfang atvikisins og þær aðgerðir sem grípa þarf til.
Ef þörf er á, eru sérfræðingar úr alþjóðateymi virkjaðir eins hratt og hægt er; yfirleitt innan nokkurra klukkutíma frá fyrsta símtali. Viðbragðshraði skiptir sköpum til að lágmarka skaðann.
Ef þú telur að þitt fyrirtæki sé að verða fyrir netárás, hafðu samband í síma 580-3101 fyrir aðstoð og ráðgjöf.
Viðbragðsþjónusta netöryggisatvika
24/7 þjónusta
580 3101
Heildstæð atvikastjórnun
Nálgun Deloitte í viðbragðsþjónustu netöryggisatvika er byggð á margra ára reynslu alþjóðlegra sérfræðinga okkar í netöryggi.
Deloitte býður upp á heildstæða atvikastjórnun, frá undirbúningi til viðbragða og enduruppbyggingar.
- Undirbúningur
Sérfræðingar Deloitte aðstoða við gerð sérsniðinnar viðbragðsáætlunar, framkvæmd stefnumótunar og við skipulagningu og innleiðingu þjálfunar á notkun viðbragðsáætlunarinnar.
Þá getur Deloitte aðstoðað við innleiðingu vöktunar á netöryggisógnum, bæði almennum og sértækum ógnum.
- Viðbragð
Sérfræðingar Deloitte safna upplýsingum og ákveða forgangsröðun viðbragða við atvikum út frá alvarleikastigi auk þess að aðstoða við aðgerðir til að draga úr frekari áhættum og lágmarka áhrif þeirra.
- Enduruppbygging
Teymi Deloitte vinnur með fyrirtækjum í mótun skammtíma- og langtímaáætlanna. Skammtímaáætlun einblínir á að endurheimta kerfi og gögn og hvernig halda skuli starfssemi gangandi. Langtímaáætlun einblínir á hvernig megi draga úr áhættum, endurheimta og læra af atvikum.