Faglegt efni

Skattadagur Deloitte 2015

Skattadagurinn

Skattadagur Deloitte er haldinn árlega í góðu samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök Atvinnulífsins. Mjög góð þátttaka hefur verið á þennan viðburð og ljóst er að skattadagur Deloitte hefur fest sig í sessi hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja hlýða á það nýjasta sem er að gerast í skattamálum hverju sinni.

Skattadagurinn 2015

Hinn árlegi Skattadagur Deloitte, í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins var haldinn að Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 13. janúar 2015. Frábær mæting var á fundinn og rúmlega 250 manns troðfylltu salinn til að hlusta á áhugasöm erindi fyrirlesara og ávarp fjármálaráðherra.

Glærur fundarins er hægt að nálgast hér að neðan.

Sjá nánar dagskrána:

Opnunarávarp
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra

Flogið undir ratsjánni: Skattstofnar sveitarfélaga
Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands

Skattabreytingar - frá virðisaukaskatti til nýsköpunar
Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte

Skattframkvæmd - brotalamir og umbætur
Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Milliverðlagning - reglubyrði og rekstraráhætta
Haraldur Ingi Birgisson, lögfræðingur á skatta- og lögfræðisviði Deloitte

Fundarstjóri:
Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas

Did you find this useful?