Þjónusta
LEAN
og stjórnun LEAN verkefna
Innleiðing Lean í fyrirtækjum er oftast áskorun sem nálgast verður með vönduðum vinnubrögðum og metnaði. Nauðsynlegt er að setja sér skýr markmið með nákvæmum mælikvörðum. Kortlagning á ferlum og endurhönnun ferla er lykillinn að því að finna hvar breytinga er þörf. Eftirlitsaðgerðir sýna svo að endurbættir ferlar séu notaðir.
LEAN verkefni
Verkefnið getur að sama skapi skilað mjög æskilegum og ríkulegum árangri fyrir fyrirtækið. Slíku verkefni þarf að stýra af þekkingu svo langtímamarkmiðum verði náð. Það er ekki óalgengt að sjá slík verkefni mistakast jafnvel þótt farið sé af stað með háleit markmið en síðan fjarar verkefnið út eins og "Bragð mánaðarins" og vinnulag fellur aftur í jarðveg vanans.
Deloitte getur tekið að sér LEAN verkefni þar sem farið er yfir ferla, og þeir endurhannaðir og straumlínulagaðir.