Þjónusta

Sjálfvirknivæðing ferla

Robotic Process Automation (RPA)

Áskoranir í síbreytilegu rekstrarumhverfi fyrirtækja

Þú þarft að bregðast við auknum þrýstingi til að veita framúrskarandi þjónustu um leið og draga þarf úr rekstrarkostnaði. Flókið tækniumhverfi og takmarkað fjármagn til tæknimála gera hins vegar sjálfvirknivæðingu ferla og aðrar tæknilegar breytingar kostnaðarsamar og tímafrekar. Slíkt leiðir af sér umfangsmikla umsýslu sem bætir litlu virði til viðskiptavina og hagsmunaaðila.

Hvernig getur Deloitte aðstoðað?

Hjá mörgum fyrirtækjum og opinberum stofnunum fer dýrmætur tími starfsfólks í verkefni sem eru dæmigerð bakvinnsluverkefni. Þessi verkefni eru oftast hluti af reglubundnum þjónustuferlum er snúa að gagnavinnslu og skjölun. Þannig verkefni krefjast bæði tíma og fyrirhafnar og fela því í sér beinan og óbeinan kostnað. 

Lausnir Deloitte á sviði sjálvirknivæddra verkferla bjóða upp á óteljandi möguleika til að einfalda vinnslu og bæta hagræðingu í rekstri. 

Við metum þarfir þínar, rýnum í núverandi ferla og verklag og bjóðum lausn sem hæfir þínum þörfum.  Með því að koma auga á hvernig einfalda megi ferla og sjálfvirknivæða tímafreka og síendurtekna handavinnu, er hægt að losa um tíma starfsfólks og einblína á það sem raunverulega skapar virði fyrir viðskiptavini: Meiri þjónusta og samskipti. Verkefnin eru unnin hraðar, án innsláttarvillna og án nokkurrar breytinga á tækniumhverfi þíns fyrirtækis. 

Tilvalið er að sjálfvirknivæða ferla sem eru:

 • Síendurteknir
 • Viðkvæmir fyrir villum
 • Reglumiðaðir (e. rule based)
 • Innihalda gögn á stafrænu formi
 • Tímafrekir

Hvað þýðir sjálfvirknivæðing ferla?

Sjálfvirknivæðing er leið til að gera síendurtekna og tímafreka vinnu sjálfvirka. Forritaður hugbúnaður og sjálfvirkt vinnsluferli hermir eftir aðgerðum manneskju við tölvuskjá. 

Þegar verkefni eru leyst í mörgum mismunandi kerfum sem krefjast þess að gögn séu flutt handvirkt milli kerfa verða síendurteknar og hugsanlega óþarflega flóknar aðgerðir jafnframt berskjaldaðar fyrir innsláttarvillum eða öðrum mannlegum mistökum. Þar með er mögulegt að eitthvað geti farið úrskeiðis sem getur verið kostnaðarsamt og tímafrekt að leiðrétta. Með sjálfvirknivæðingu er hægt að auka öryggi á gagnameðhöndlun verulega. 

Ávinningur af sjálfvirknivæðingu:

Ávinningurinn við að hafa stafrænt vinnuafl er ekki bara lækkun á rekstrarkostnaði, heldur einnig:

 • 24/7 vinnsla
 • Bættur vinnsluhraði og afköst
 • Bætt nákvæmni (gæði) á meðan vinnslu stendur
 • Sveigjanleiki og skölun
 • Aukið öryggi
 • Bættur starfsandi - starfsmenn hafa nú aukið svigrúm fyrir virðisaukandi verkefni
 • Engin þörf á breyttu tækniumhverfi fyrirtækis

Af hverju ættir þú að leita til Deloitte?

Sérfræðingar Deloitte geta aðstoðað þig við þær rekstrartengdu ákvarðanir er snúa að sjálvirknivæddum verkferlum með því að:

 • Greina fýsileikann af stafrænu vinnuafli
 • Velja hentugasta hugbúnaðinn fyrir þínar þarfir 
 • Sjá um forritun hugbúnaðarins 
 • Innleiða stafrænt vinnuafl á vinnustaðnum 

Sérfræðingar Deloitte hafa umfangsmikla reynslu og munu leiðbeina þér í hverju skrefi.