Þjónusta

Salesforce

Viðskiptavinir eru fyrirtækinu þínu afar mikilvægir. Sama hvaða atvinnugeira fyrirtækið þitt starfar innan eða hvar ykkar vöru- eða þjónustuáherslur liggja þá eru viðskiptavinirnir mikilvægasti þáttur starfseminnar. Viðskiptavinir segja til tilgang fyrirtækisins, hvert það stefnir og hverju það vill áorka. Öll fyrirtæki keppast við að skapa ánægða viðskiptavini og leggja því ríka áherslu á að virkja viðskiptasambandið og leita leiða til að skilja betur þarfir og væntingar viðskiptavina svo þau geti veitt enn betri þjónustu og boðið enn betri lausnir. Salesforce viðskiptatengslalausnin er fyrir öll fyrirtæki sem vilja bæta árangur sinn í sölu og þjónustu til viðskiptavina.

Með Salesforce þá nærðu að leysa vandamál og áskoranir sem þessar:

 • Lágt ánægjuhlutfall viðskiptavina
 • Lágt hlutfall endurtekinna viðskipta og aukning á brottfalli viðskiptavina
 • Takmörkuð þekking starfsmanna á viðskiptavinum
 • Léleg gæði gagna og aðgengi að upplýsingum um viðskiptavini
 • Skortur á frumkvæði í samskiptum við viðskiptavini
 • Töpuð tilboð vegna skorts á eftirfylgni
 • Skortur á yfirsýn yfir verðmæti sölupípunnar
 • Skortur á samhæfðum verkfærum til að stýra þjónustu- og söluupplifun viðskiptavina
 • Takmörkuð tenging milli markaðs-, sölu- og þjónustumála.

Deloitte leggur áherslu á að hjálpa viðskiptavinum sínum að takast á við flókin viðfangsefni og erfiðar áskoranir með Salesforce tækni. Í samvinnu við okkur nýtist umfangsmikil þekking sem við höfum þróað með okkur í samfélags-, farsíma-, skýja og tölvutækni svo og greiningartækni sem við notum til að hjálpa þér að ná til viðskiptavina þinna eftir nýjum leiðum.

Salesforce lausnin veitir 360°sýn á viðskiptavini og eykur að meðaltali:

 • Sölu um 26%
 • Fjölda viðskiptatækifæra um 31%
 • Áætlunarnákvæmni um 37%

 

Af hverju Deloitte og Salesforce?

Deloitte er leiðandi í Salesforce ráðgjöf á heimsvísu og aðstoðar við innleiðingu, veitir ráðgjöf, bestar lausnir sem þegar hafa verið innleiddar. Hjá Deloitte þá bjóðum við upp á þjónustusamninga til að tryggja hármarksárangur með lausninni. Sama hversu sérhæfð starfsemin er eða sértækur atvinnugeirinn er þá höfum við sértæka þekkingu og reynslu yfir 5.000 vottaðra ráðgjafa sem starfa í yfir 30 löndum. Við hjálpum þér því við að takast á við flókin viðfangsefni í sölu-, þjónustu-, og markaðsmálum með Salesforce lausninni.

Sjá nánari upplýsingar um þjónustu Deloitte á sviði Salesforce, þvert á lönd.