Þjónusta
SAP
Enterprise Applications
Deloitte sérhæfir sig í ráðgjöf, innleiðingu, verkefnastjórnun, þjónustu og þróun á SAP-viðskiptahugbúnaði. Hjá félaginu starfar þéttur hópur sérfræðinga sem hefur áratuga reynslu við innleiðingu, rekstur og þjónustu á SAP.
Markmið okkar er að vera leiðandi þegar kemur að SAP-ráðgjöf og lausnum með sérstakri áherslu á lausnaframboð S4/HANA, sem er nýjasta útgáfan af SAP-kerfinu. Við leitumst við að hámarka virði SAP-fjárfestinga viðskiptavina okkar til lengri tíma, og leggjum lykiláherslu á gæði þjónustunnar samkvæmt alþjóðlega vottuðu verklagi Deloitte.
Öflug og persónuleg þjónusta með gríðarsterkt alþjóðlegt bakland
Deloitte á Íslandi hefur að skipa reynslumiklum ráðgjöfum sem hafa rúmlega 9 ára reynslu í SAP að meðaltali og yfir 15 ára reynslu í upplýsingatækni.
Það sem gerir Deloitte að eftirsóknarverðum samstarfsaðila er firnasterkt alþjóðlegt net sérfræðinga. Hjá Deloitte um 20.000 SAP-sérfræðingar sem búa yfir mikilli þekkingu á fjölbreyttum SAP-umhverfum, frá hefðbundnum rekstri yfir í stefnumótun og tæknilega þróun yfir í S/4HANA.
Deloitte hefur hjálpað hátt í 100 SAP-viðskiptavinum að finna réttu leiðina í þróun yfir í S/4HANA. Fleiri tugum innleiðinga er nú þegar lokið og mörg verkefni í undirbúningi og fékk Deloitte í Hollandi nýlega viðurkenningu sem besti SAP-innleiðingaraðili fyrir S4/HANA í Evrópu.
Sérstaða Deloitte á Íslandi er að geta boðið upp á aðgang að þessu feiknalega neti sérfræðinga sem nýtist íslenskum viðskiptavinum á samkeppnishæfu verði.
Viðurkenningar Deloitte fyrir framúrskarandi árangur í SAP ráðgjöf, þjónustu og rekstri
Forsniðnar lausnir SAP hjálpa viðskiptavinum að ná árangri
Deloitte hefur fjárfest mikið í þekkingu og þróun á SAP lausnum. Sérlausnir Deloitte á sviði S/4 HANA eru nú hátt í 30 talsins og spanna alla helstu atvinnugeira og sérlausnir í SAP. Hvort sem okkar viðskiptavinir eru að leita að lausnum á sviði lífvísinda eða viðskiptamannatengsla þá er Deloitte sterkur samstarfsaðili.