Þjónusta

Samþætting kerfa

System Integration

Fyrirtæki nota ýmiskonar hugbúnað í starfssemi sinni, bæði staðlaðan og sérsniðinn. Ráðgjöf og þjónusta Deloitte á þessu sviði nær til greiningar, hönnunar, forritunar, prófana og gangsetningar hugbúnaðar, auk ráðgjafar og aðstoðar við viðhald núverandi hugbúnaðar.

Hjá okkur starfa ráðgjafar og hugbúnaðarfólk með reynslu og viðtæka menntun á þessu sviði. Þar má nefna forritarara, verkfræðinga, tæknifræðinga, viðskiptafræðinga, kennara og hagfræðinga.

Viðhald og þróun hugbúnaðar (Software development and maintenance)

Ráðgjöf okkar spannar vítt svið og inniheldur m.a.:

  • Stefnumarkandi ráðgjöf um hönnun og uppbyggingu á hugbúnaði
  • Víðtæka þekkingu á forritunarmálum s.s. JAVA, .NET, LADDER, DELPHI, C, C++ og C#
  • Mikla og þekkingu og reynslu á gagnasöfnun og vinnu með ORACLE, MS-SQL, PostGRE, MySQL ofl.

Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki í harðri samkeppni að vera með hugbúnað sem hjálpar þeim að hámarka árangur sinn. Deloitte hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að nýta hugbúnað sinn sem best og ná árangri í bestun hugbúnaðarferla.

Nemar, gagnasöfnun og úrvinnsla–Internet hlutanna (Internet of Things / Industrial Internet of Things)

Sérfræðingar Deloitte búa yfir mikilli þekkingu á ferlum í iðnaði. Tengingar og samskipti tækja við hugbúnað, söfnun upplýsinga og úrvinnsla þeirra gefur mynd af árangri. Söfnun gagna í gagnagrunn og úrvinnsla upplýsinga er ein af lykilforsendum þess að stjórnendur í framleiðslu geti tekið upplýstar ákvarðanir.  Skilningur á framleiðsluferlum og tengingar við nema, forritun iðntölva og bestun iðnstýringa er einn hluti þeirrar þjónustu sem viðskiptavinum Deloitte býðst ásamt:

  • Úttektum á stýringum og iðntölvuforritum
  • Ráðgjöf á sviði búnaðar og notkunar hans
  • Uppbyggingu og hönnun á netum í framleiðslu
  • Aðstoð við gerð útboðslýsinga og eftirlit með innleiðingu

 

Hugbúnaðarrekstur
Komum inn með sérfræðiþekkingu í rekstri og viðhaldi á hugbúnaðarkerfum sem eru í mikilvægum rekstri.

Sértækar hugbúnaðarlausnir
Bjóðum sértækar hugbúnaðarlausnir ásamt rekstur, viðhaldi og þróun í nánu samstarfi við viðskiptavini.

Verkefnastýring og ráðgjöf
Veitum verkefnastýringu við innleiðingar og ráðgjöf við endurbætur á viðskiptaferlum og rekstur hugbúnaðarkerfa.