Tengiliður
Birna María Sigurðardóttir
Meðeigandi, sviðsstjóri Áhætturáðgjafar, framkvæmdastjóri rekstrar og fjármála
Birna María hóf störf hjá Deloitte árið 2008 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2013. Hún er einn af meðeigendum Deloitte ehf. og er sviðsstjóri Áhætturáðgjafar Deloitte. Þá er hún jafnframt yfirmaður tölvuendurskoðunar.
Birna hefur einnig fagvottun sem CIPP/e (e. Certified Information Privacy Professional/Europe) frá IAPP.
Birna María hefur sinnt endurskoðun, reikningshaldi og ráðgjöf fyrir marga viðskiptavini Deloitte, allt frá stórum fyrirtækjum til smárra fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga. Hún hefur víðtæka reynslu af ISA stöðlum, áætlanagerð og gerð skattframtala. Birna María hefur einnig fjölbreytta reynslu af verkefnum við innra eftirlit, m.a. ritun verklagsreglna, ráðgjöf við hönnun og innleiðingu eftirlitsaðgerða og prófana á virkni innra eftirlits.
Frá árinu 2015 hefur Birna María starfað í Áhætturáðgjöf Deloitte. Þar stýrir hún úttektum á innra eftirliti tölvukerfa, staðfestingarverkefnum á innra eftirliti þjónustuaðila og úttektum á fylgni eftirlitsskyldra aðila við lög og reglur. Hún sinnir einnig verkefnum á sviði áhættustýringar, myndrænnar greiningar á fjárhagsgögnum og innri endurskoðunar.
Birna María hefur einnig sérhæft sig í þjónustu Deloitte á sviði nýrrar persónuverndarlöggjafar (GDPR), sem unnin er í nánu samstarfi innan Deloitte Nordic.