Tengiliður

Guðrún Ólafsdótir

Meðeigandi, sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar

Guðrún Ólafsdótir

Smáratorg 3

201 Kópavogur

Ísland

Sjá á korti

Guðrún gekk til liðs við Deloitte í upphafi árs 2023 sem einn af meðeigendum Deloitte. Hún er sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar.

Guðrún hefur unnið í upplýsingatæknigeiranum síðastliðinn rúman áratug og liggur hennar tæknilega reynsla helst á sviði viðskiptakerfa, samþættinga- og bakendaforritunar, og hefur hún þjónustað einhver stærstu fyrirtæki landsins á þessu sviði. Hún hefur tekið þátt í fjöldamörgum innleiðingum á viðskiptakerfum og þekkir þar bæði hlið viðskiptavina og birgja inn og út. Undanfarin ár hefur Guðrún að mestu fært sig úr daglegri tæknilegri vinnu og sinnt stjórnunarstörfum og rekstri ásamt því að stýra innleiðingarteymum og verkefnastýra stórum verkefnum.

Guðrún er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og PMD stjórnendagráðu frá Háskólanum í Reykjavík.  

Guðrún Ólafsdótir