Deloitte á Norðurlöndum stendur fyrir vefviðburði þann 8. febrúar næstkomandi, kl. 08-09:30 að íslenskum tíma. Á viðburðinum munu sérfræðingar Deloitte, auk sérfræðinga frá DNB og Íslandsbanka, fara yfir regluverk á sviði fjármálamarkaða og þær breytingar sem eru í farvatninu eins og þeim eru gerð skil í nýrri skýrslu Deloitte Financial Markets Regulatory Outlook for 2024.
Þetta er frábært tækifæri til að heyra frá sérfræðingum á sviði fjármála, fá innsýn í það regluverk sem framundan er og þau áhrif sem það kann að hafa á norrænar fjármálastofnanir.
Dagskrá viðburðar:
- Núverandi straumar og stefnur á fjármálamarkaði
- Sjálfbær fjármál (sjálfbærni og loftslagstengd áhætta og umbreyting í átt að kolefnishlutleysi)
- Rekstrarþol fyrirtækja og reglugerð um gervigreind
- Þróun í tengslum við útlánaáhættu
Viðburðurinn er opinn öllum og er skráning öllum að kostnaðarlausu.
Vert er að taka að viðburðurinn fer fram á ensku.
Framsögumenn: