Fréttatilkynningar
Signý Magnúsdóttir ráðin til Deloitte
Signý hefur störf hjá Deloitte sem einn af eigendum félagsins
Kópavogur, 8. júní 2021
Signý Magnúsdóttir, löggiltur endurskoðandi, hefur störf hjá Deloitte sem einn af eigendum félagsins.
Undanfarin 2 ár hefur Signý starfað sem fjármálastjóri Sýnar, sem er eitt stærsta fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtæki landsins og skráð á aðalmarkað NASDAQ, með rúmlega 500 starfsmenn.
Þar áður starfaði Signý hjá Deloitte, þar af sem eigandi frá árinu 2013. Þar sinnti hún einna helst endurskoðun og ráðgjöf á sviði reikningsskila fyrir meðalstór og stór fyrirtæki með áherslu á skráð fyrirtæki og fyrirtæki sem starfa í alþjóðlegu umhverfi. Auk þess var Signý yfirmaður reikningsskilaþjónustu Deloitte ásamt því að vera í forsvari fyrir líftækni- og heilbrigðishóp Deloitte.