Fréttatilkynningar

Þrír nýir eigendur hjá Deloitte

Þann 1. júní voru þrír nýir eigendur teknir inní eigendahóp Deloitte

Kópavogur, 16. júní 2020

Þann 1. júní voru þrír nýir eigendur teknir inní eigendahóp Deloitte, sem nú samanstendur af 37 eigendum á öllum fagsviðum. Eigendurnir nýju eru:

Eyþór Guðjónsson

Eyþór hóf störf hjá Deloitte árið 2008 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2016. Eyþór hefur viðamikla reynslu af endurskoðun lítilla, meðalstórra og stórra alþjóðlegra fyrirtækja í fjölbreyttum atvinnugreinum, s.s. á sviði fjármála, hátækni og líftækni. Þá er Eyþór jafnframt í sérfræðihópi reikningshalds og kemur því að IFRS gæðaeftirliti og reikningshaldslegum innleiðingum og verkefnum fyrir viðskiptavini Deloitte auk þess að hafa verið stundakennari við Háskóla Íslands í reikningsskilum.

Guðmundur Ingólfsson

Guðmundur hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2016 og hefur hann um 10 ára reynslu af ytri endurskoðun, reikningshaldi og ráðgjöf fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina, þ.m.t. banka, tryggingafélög, sjóðastýringafélög ásamt sjávarútvegsfélögum. Guðmundur er hluti af sérfræðihópi reikningshalds þar sem tekist er á við flóknari úrlausnarefni á sviði reikningshalds. Sem hluti af starfi sínu sinnir hann því einnig ráðgjöf vegna rekstrar og reikningshaldslegra málefna fyrir ýmis félög. 

Heiðar Þór Karlsson

Heiðar hefur starfað hjá Deloitte frá árinu 2010 og er löggiltur endurskoðandi. Hann hefur mikla reynslu af endurskoðun og reikningsskilum, auk ýmiskonar ráðgjafar svo sem á sviði skattaráðgjafar, verðmatsþjónustu, áætlanagerðar og greininga, við fjármögnun og kaup og sölu félaga. Heiðar situr í þverfaglegum skattahóp Deloitte og í skattanefnd FLE og hefur kennt ársreikningagerð við Háskóla Íslands. Heiðar hefur þjónustað ýmsar atvinnugreinar en hefur sérhæft sig í iðn-, fasteigna- og byggingafélögum, og þekkir því vel til verklegra framkvæmda og ferils þeirra.

Ég er mjög ánægður að fá Eyþór, Guðmund og Heiðar í hóp eigenda Deloitte. Þeir búa að viðamikilli reynslu á fjölbreyttum sviðum endurskoðunar og ráðgjafar og hafa þjónustað marga af öflugustu viðskiptavinum Deloitte, hér heima og erlendis. Ég hlakka því til að vinna með þeim að áframhaldandi vexti Deloitte,

segir Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte á Íslandi.

Did you find this useful?