Faglegt efni

Áhrif COVID-19 á reikningsskilin    

Atriði til að hafa í huga við gerð reikningsskila vegna áhrifa COVID-19

Ganga þarf úr skugga um að reikningsskilin séu í samræmi við kröfur IFRS-staðla eða ársreikningalaga.

Atriðin sem upp eru talin eiga flest bæði við um IFRS og ársreikningslög.

IAS 36

 • Vísbendingar um virðisrýrnun vegna samdráttar í eftirspurn eða aukins kostnaðar
 • Flækjustig í sjóðstreymisáætlunum eykst með óvissu
 • Áskoranir við að ákvarða vöxt og afvöxtunarstuðla

IFRS 16

 • Virðisrýrnun leigueigna vegna neikvæðra áhrifa á framtíðarsjóðstreymi
 • Breytilegar leigugreiðslur vegna viðbótarfrests á leigugreiðslum / leigulausra tímabila
 • Breytingar á leiguskuld / leigueign vegna breyttra samningsskilmála
 • Breytingar á IFRS 16 staðlinum

IAS 2

 • Aðlögun í úthlutun fasts kostnaðar vegna breytinga á framleiðslumagni
 • Niðurfærsla birgða í endurheimtanlegt virði vegna hægari veltuhraða eða úreldingar birgða vegna samdráttar í sölu

IFRS 9

 • Afskráning fjármálagerninga vegna breytinga á skilmálum
 • Flækjustig í mati á útlánaáhættu
 • Verulegar breytingar í mati á væntu útlánatapi vegna aukinna vanskila
 • Athygli á skýringum vegna vænts útlánataps (IFRS 7)

Rekstrarhæfi og IAS 10

 • Ítarlegar áætlanir og skýringar vegna óvissuþátta, fjölda mögulegra niðurstaðna og verulegra matskenndra þátta
 • Nákvæm greining á atburðum eftir reikningsskiladag vegna COVID-19
 • Atburðir sem kalla á leiðréttingar og viðbótarskýringar vegna verulegra atburða sem ekki kalla á leiðréttingar

IFRS 15

 • Breytingar á virði samningseigna eða fyrirframgreiðslna vegna breytinga í afskriftarhraða eða mögulegri virðisrýrnun
 • Breytingar á mati í tekjuskráningu vegna verri innheimtanleika söluverðs (tengist mati á virðisrýrnun krafna skv. IFRS 9)

IAS 37

 • Samningar verða íþyngjandi þar sem óhjákvæmilegur kostnaður er umfram hagrænan ávinning
 • Mat á skuldbindingum vegna endurskipulagningar
 • Viðbótaskýringar vegna óvissueigna tengdum tryggingabótum

Annað

 • IFRS 5 – Eignir og / eða skuldir haldið til sölu og aflögð starfsemi vegna COVID-19
 • IAS 12 – Veruleg áhrif á frestaðan skatt vegna breytinga á áætluðum framtíðarhagnaði og virðisrýrnunar eigna
 • IAS 20 – Matskenndir þættir og viðbótarreikningsskilaaðferðir vegna opinberra styrkja

Deloitte á alþjóðavísu

Deloitte á alþjóðavísu hefur tekið saman ýmsan fróðleik og gagnlega punkta í tengslum við COVID-19 áskoranir. Síðan er uppfærð reglulega með nýju efni.

 

Lesa meira

Did you find this useful?