Þjónusta

Endurskoðun

Fjölbreytt þjónusta á sviði endurskoðunar

Deloitte býður viðskiptavinum faglega og áreiðanlega þjónustu á sviði endurskoðunar.

Endurskoðun reikningsskila

Endurskoðun er óháð og kerfisbundin öflun gagna og mat á þeim í þeim tilgangi að láta í ljós álit um áreiðanleika og framsetningu þeirra. Aðferðarfræði Deloitte við endurskoðun er í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla (ISA).  Aðferðafræðin byggir á áhættugreiningu, skilvirkum endurskoðunaraðgerðum og virðisaukandi upplýsingum til stjórnenda.

Könnun reikningsskila

Deloitte býður viðskiptavinum sínum upp á könnun á ársreikningi. Markmið könnunarinnar á er að gera endurskoðanda kleift að álykta, byggt á aðgerðum sem ekki eru jafn ítarlegar og við endurskoðun, hvort nokkuð hafi komið fram sem bendi til annars en að reikningsskil gefi glögga mynd í samræmi við lög og reglur. Ekki er því gefið álit um endurskoðun.

Aðferðafræði Deloitte við könnun ársreikninga er í samræmi við ISRE 2400 alþjóðlegan staðal um könnun.

Könnun árshlutareikninga

Deloitte býður viðskiptavinum sínum upp á könnun á árshlutareikningum, en könnun á árshlutareikningum á við hjá fyrirtækjum sem jafnframt eru endurskoðuð. Slík könnun felur í sér fyrirspurnir, einkum til starfsmanna sem eru ábyrgir fyrir fjármálum og reikningsskilum fyrirtækis, ásamt greiningum á hinum ýmsu liðum reikningsskilanna og öðrum könnunaraðgerðum. Könnun felur ekki í sér jafn víðtækar aðgerðir og endurskoðun. Ekki er því gefið álit um endurskoðun.

Aðferðafræði Deloitte við könnun árshlutareikninga er í samræmi við ISRE 2410 alþjóðlegan staðal um könnun árshlutareikninga.

Aðrar stafestingar endurskoðenda

Í ýmsum lögum, meðal annars lög um hlutafélög og lög um einkahlutafélög, er áskilið að endurskoðendur komi að lausn sérhæfðra verkefna, til dæmis við stofnun, samruna og slit félaga. Um er að ræða ýmsar álitgerðir, sérfræðiskýrslur og staðfestingar á upplýsingum.

Nánari upplýsingar veitir:

Þorsteinn Pétur Guðjónsson

Þorsteinn Pétur Guðjónsson

Meðeigandi, sviðsstjóri Endurskoðunarsviðs

Þorsteinn er einn af meðeigendum Deloitte og er sviðsstjóri Eendurskoðunarsviðs. Þorsteinn er löggiltur endurskoðandi og hefur starfað hjá félaginu frá árinu 2000. Þorsteinn hefur víðtæka reynslu og þ... Meira