Þjónusta

Reikningsskil

Deloitte býður viðskiptavinum faglega og áreiðanlega þjónustu á sviði reikningsskila

Gerð árs- og árshlutareikninga

Þar sem um mjög sérhæfða þekkingu er að ræða getur verið hagkvæmt fyrir fyrirtæki að úthýsa að hluta til eða öllu leyti þjónustu við gerð reikningsskila.  

Með aðkomu Deloitte að reikningsskilum fyrirtækja tryggir það áreiðanlega upplýsingagjöf til lesenda reikningsskilanna.

IFRS

Deloitte veitir víðtæka þjónustu á sviði alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS). Meðal verkefna sem reikningsskilasvið Deloitte getur komið að eru:

  • Innleiðing á IFRS
  • Innleiðing vegna nýrra staðla
  • IFRS fyrirspurnir
  • IFRS gæðaeftirlit
  • IFRS ástandsskoðun
  • Reikningsskilahandbækur
  • Útdeiling kaupverðs (PPA)

Ráðgjöf

Meðal verkefna Deloitte er að veita ráðgjöf um úrlausn viðfangsefna er varða settar reikningsskilareglur á Íslandi og alþjóðlega reikningsskilastaðla.

Vinnuferlar

Deloitte aðstoðar fyrirtæki við að setja upp eða yfirfara vinnuferla í uppgjörs- eða hagdeildum. Skýrir vinnuferlar eru hverju fyrirtæki mikilvægt verkfæri til þess að skapa traust innra eftirlit og skilvirkari og áreiðanlegri vinnubrögð.

AS/2 uppgjörs- og skjalavistunarkerfi

Deloitte býður AuditSystem/2 (AS/2), uppgjörs- og skjalavistunarkerfi sem er þróað og hannað í samvinnu við Microsoft. AS/2 heldur utan um vinnuskjöl og gögn sem tengjast reikningsskilagerðinni og er hannað með það fyrir augum að auka skilvirkni og gagnsæi við gerð reikningsskila. Kerfið auðveldar félögum allt uppgjörsferli og léttir álagi af starfsfólki við gerð ársreiknings eða annarra fjárhagsskýrslna.

AS/2 er mjög aðgengilegt kerfi fyrir eitt félag, sem og stórar samstæður.

Greining fjárhagsupplýsinga

Deloitte aðstoðar fyrirtæki við gerð fjárhagsáætlana, samanburð og greiningar fjárhagsupplýsinga. Aðstoðin getur bæði verið í einstök skipti, sem og aðstoð við mánaðarlegar skýrslugjafir og greiningar á fjárhagsupplýsingum til stjórnenda.

Önnur reikningsskilaþjónusta

Deloitte getur veitt sérhæfða aðstoð til fyrirtækja vegna tímabundins álags, til dæmis vegna nýrra verkefna eða skorts á sérhæfðum starfsmönnum hjá fyrirtækjum.

Nánari upplýsingar veitir:

Helgi Einar Karlsson

Helgi Einar Karlsson

Yfirmaður reikningsskila

Helgi Einar Karlsson er yfirmaður reikningsskila hjá Deloitte.... Meira