Þjónusta

Ársreikningar og skattframtöl

Deloitte veitir stórum og smáum fyrirtækjum faglega ráðgjöf á sviði uppgjörs, ársreikningagerðar og skattframtala

Gerð árs- og árshlutareikninga

Þar sem um mjög sérhæfða þekkingu er að ræða getur verið hagkvæmt fyrir fyrirtæki að úthýsa að hluta til eða öllu leyti þjónustu við gerð árshluta- og ársreikninga.

Með aðkomu Deloitte að reikningsskilum fyrirtækja tryggir það áreiðanlega upplýsingagjöf til lesenda reikningsskilanna.

Skattframtalsgerð

Meðal verkefna Viðskiptalausna Deloitte er skattframtalsgerð fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 

Vinnuferlar

Viðskiptalausnir Deloitte aðstoðar fyrirtæki við að setja upp eða yfirfara vinnuferla í uppgjörs- eða hagdeildum.

Skýrir vinnuferlar eru hverju fyrirtæki mikilvægt verkfæri til þess að skapa traust innra eftirlit og skilvirkari og áreiðanlegri vinnubrögð.

Greining fjárhagsupplýsinga

Viðskiptalausnir Deloitte aðstoðar fyrirtæki við gerð fjárhagsáætlana, samanburð og greiningar fjárhagsupplýsinga.

Aðstoðin getur bæði verið í einstök skipti sem og aðstoð við mánaðarlegar skýrslugjafir og greiningar á fjárhagsupplýsingum til stjórnenda.

Önnur þjónusta

Viðskiptalausnir Deloitte getur veitt sérhæfða aðstoð til fyrirtækja vegna tímabundins álags, til dæmis vegna nýrra verkefna eða skorts á sérhæfðum starfsmönnum hjá fyrirtækjunum.

Nánari upplýsingar veitir:

Heiðar Þór Karlsson

Heiðar Þór Karlsson

Sviðsstjóri Endurskoðunarsviðs, meðeigandi

Heiðar Þór er sviðsstjóri Endurskoðunarsviðs og meðeigandi hjá Deloitte. Hann hefur mikla reynslu af endurskoðun og reikningsskilum, auk ýmiskonar ráðgjafar svo sem á sviði skattaráðgjafar, verðmatsþj... Meira