Þjónusta

Bókhalds- og launaþjónusta

Deloitte tekur að sér kjarnastarfsemi fjármáladeilda

Fyrirtæki eru sífellt að hagræða í rekstri og skipulagi til að styrkja sig í samkeppni á markaði. Einkum getur verið krefjandi og kostnaðarsamt að viðhalda hæfni sem þarf innan fjármáladeilda við reikningshald, bókhald og launavinnslu. Vilji stjórnendur auka sveigjanleika og beina kröftunum að meginstarfsemi fyrirtækisins enn frekar þá er útvistun hagkvæmur möguleiki samanborið við að halda fjármálastarfseminni innanhúss.

Þjónusta Deloitte

Deloitte býður upp á útvistunarlausnir innan reikningshalds- og launavinnslu til skemmri eða lengri tíma. Dæmi um verkefni sem Deloitte getur annast:

  • Bókhald, afstemmingar og uppgjör
  • Launavinnslur
  • Skipulagning á viðskiptaferlum í fyrirtækjum
  • Árshluta- og ársuppgjör
  • Skattauppgjör og skattaskýrslur
  • Aðstoð við innanhússkýrslur fyrir stjórnendur
  • Aðstoð við áætlanagerð
  • Aðstoð við innleiðingu og uppsetningu bókhalds- og upplýsingakerfis

Nánari upplýsinga veitir:

Heiðar Þór Karlsson

Heiðar Þór Karlsson

Sviðsstjóri Endurskoðunarsviðs, meðeigandi

Heiðar Þór er sviðsstjóri Endurskoðunarsviðs og meðeigandi hjá Deloitte. Hann hefur mikla reynslu af endurskoðun og reikningsskilum, auk ýmiskonar ráðgjafar svo sem á sviði skattaráðgjafar, verðmatsþj... Meira