Þjónusta

Tímabundnar ráðningar

Er óvænt þörf á starfsfólki innan fjármála- eða launadeildar?

Tímabundin ráðning Deloitte (e. contract personnel) gefur viðskiptavinum aðgang að fjölbreyttu úrvali sérfræðinga og fagfólks sem geta hafið störf með stuttum fyrirvara og nýtast til að styrkja og viðhalda meginstarfsemi fyrirtækja, hvort heldur er stjórnun fjármála- og reikningshalds- deilda, verkefnastjórnun, verkefnaráðgjöf, vinnsla verkefna eða afleysingar lykilstarfsmanna. Þessar tímabundnu lausnir nýtast til að tryggja daglegan rekstur, stýra fjármála- og þróunarverkefnum, styðja við eða stýra umbreytingarferli eða aðstoða á álagstímum.

Þjónusta Deloitte

Deloitte býður upp á tímabundnar lausnir innan fjármála- og launadeilda til einkarekinna og opinberra aðila. Tímabundin ráðning Deloitte gefur fyrirtækjum aðgang að fjölbreyttu úrvali reyndra sérfræðinga og fagfólks til að styrkja og viðhalda meginstarfsemi hjá fjármáladeildum fyrirtækja. Dæmi um slík tilvik geta verið afleysing lykilstarfsmanna í fæðingarorlofi eða sumarfríum, aðstoð á álagstímum eða einföldun á verkferlum í fjármáladeild. Ráðgjafar Deloitte geta byrjað með stuttum fyrirvara og aðstoðað miðað við umfang og á því tímabili sem þörf er fyrir.

Dæmi um hlutverk sem Deloitte býður upp á til skemmri eða lengri tíma eru:

  • Bókari og/eða aðstoðarmenn í reikningshald
  • Aðalbókari
  • Launafulltrúi
  • Sérfræðingur á fjármálasviði
  • Verkefnastjóri, til dæmis í átaksverkefnum
  • Fjármálastjóri

Nánari upplýsingar veitir:

Heiðar Þór Karlsson

Heiðar Þór Karlsson

Sviðsstjóri Endurskoðunarsviðs, meðeigandi

Heiðar Þór er sviðsstjóri Endurskoðunarsviðs og meðeigandi hjá Deloitte. Hann hefur mikla reynslu af endurskoðun og reikningsskilum, auk ýmiskonar ráðgjafar svo sem á sviði skattaráðgjafar, verðmatsþj... Meira