Þjónusta

Hugbúnaðarþróun og rekstur

Við aðstoðum fyrirtæki að endurhugsa og umbreyta tækniumhverfi sínu til að hámarka virði starfseminnar, draga úr flækjustigi og auka skilvirkni í rekstri.

Þjónusta Deloitte

Hugbúnaðarþróun

Hugbúnaður er algjör lykilþáttur í starfsemi flestra fyrirtækja í rekstrarumhverfi nútímans. Fyrirtæki nota margvíslegan hugbúnað í starfsemi sinni, hvort sem er staðlaðan eða sérsniðinn. 

Þjónusta Deloitte á þessu sviði nær til greiningar, hönnunar, forritunar,
prófana og gangsetningar hugbúnaðar. Einnig veitum við ráðgjöf og aðstoð við
viðhald og rekstur núverandi hugbúnaðar eða útfösunar eldri kerfa.

Hjá okkur starfa ráðgjafar og hugbúnaðarsérfræðingar með víðtæka reynslu og menntun á sviði upplýsingatækni sem eru tilbúnir til þess að hjálpa þér að
þínum markmiðum. Hvort sem um er að ræða framenda, bakenda, samþættingar, iðntölvustýringar eða bara eitthvað allt annað, þá erum við reiðubúin til aðstoðar.

 

Rekstrarþjónusta

Deloitte aðstoðar fyrirtæki að finna lausnir sem eru best til þess fallnar
að ná fram árangursríkum og skilvirkum aðgerðum í rekstri hugbúnaðarkerfa.  Við getum greint og komið auga á óskilvirkni og sóun í rekstri, hvort sem um er að ræða í rekstri kerfa eða í kerfunum sjálfum, og leiðbeint í framhaldinu með betri og skilvirkari uppsetningu og vinnulag.

Viðhald sértækra hugbúnaðarkerfa getur verið krefjandi og það er algjört
lykilatriði að uppsetning kerfa sé þannig að auðvelt sé að bregðast við því sem
út af ber án þess að raska grunnrekstrinum.

Dæmi um þjónustu sem við veitum eru rafræn viðskiptaskjöl. Rafræn
viðskiptaskjöl geta sparað ómælda vinnu við handvirkan innslátt reikninga og
komið í veg fyrir óskilvirkni í móttöku reikninga. Deloitte býður uppá þjónustu
þar sem reikningum í pdf er komið yfir í rafrænt form og þeir látnir flæða
beint inn í viðskiptakerfið þitt.

Nýleg verkefni

Sérsniðið gæðakerfi fyrir framleiðslu Algalíf 

Algalíf er líftæknifyrirtæki á Ásbrú á Reykjanesi sem að sérhæfir sig í ræktun á tilteknum tegundum af smáþörungum með það að markmiði að einangra úr honum lífvirkt andoxunarefni sem heitir astaxanthin. 

Deloitte aðstoðaði Algalíf við að umbreyta lotuskráningakerfi Algalíf, sem áður var eingöngu á pappírsformi, í sérhannað stafrænt form sem eykur aðgengi og rekjanleika ásamt því að bæta skilvirkni við lotuskráningar.

Sjálfvirkt landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli fyrir Ríkislögreglustjóra

Verkefnið fólst í því að breyta ferlum við framkvæmd landamæraeftirlits og innleiða að taka myndir og fingraför af öllum þriðja ríkis borgurum við komu til Íslands. Um leið og sjálfvirkt landamærakerfi var innleitt, þurfti að tryggja að hefðbundið landamæraeftirlit og skilvirkni á Keflavíkuflugvelli myndi ekki raskast.

Deloitte aðstoðaði embættið við þær áskoranir sem það stóð frammi fyrir við innleiðinguna sem krafðist sérstakrar sérhæfingar og þekkingar á landamæraeftirliti og ferlum því tengdu.

Ökuvísir VÍS

VÍS er fyrsta tryggingafélagið á Íslandi til að bjóða byltingarkennda nýjung í ökutækjatryggingum þar sem ökutækjatryggingar eru sérsniðnar að því hversu vel ökumaður keyrir. Með appi og kubbi sem staðsettur er í bílnum er aksturlagið mælt og aksturseinkunn gefin sem byggir á hraða, hröðun, hraða í beygjum, hemlun og símanotkun undir stýri. 

Öflugt teymi frá VÍS og Deloitte fengu til liðs við sig sérfræðinga á sviði fjarskipta, gagnavinnslu, forvarna, leikjunar, opinberra reglugerða, persónuverndar og samgöngumála til að þróa lausnina á mettíma. 

Stafrænt Ísland - stafræn umsókn um fæðingarorlof fyrir alla verðandi foreldra

Undanfarin tvö ár hefur stafræn umsókn um fæðingarorlof verið í stöðugri þróun hjá Stafrænu Íslandi og Vinnumálastofnun.
Síðan opnað var fyrir stafrænar umsóknir í byrjun árs 2022, hefur áhersla verið
lögð á að auka og bæta virkni umsóknarferilsins sem auðveldar verðandi
foreldrum enn frekar að sækja um fæðingarorlof á einfaldan og notendavænan hátt.

Deloitte hefur aðstoðað Stafrænt Ísland að þróa og innleiða nýjungar fyrir vef fæðingarorlofssjóðs með fjölgun tegunda umsókna og sjálfvirkara ferli.

Griðarleg aukning hefur orðið á notkun stafrænna umsókna, í upphafi árs 2022 var hlutfall stafrænna umsókna aðeins um 20% heildarumsókna en var orðið nærri 83% undir lok árs.

Reiknað er með áframhaldandi þróun og vinnu við umsóknarferlið í samstarfi við Deloitte.

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Ólafsdótir

Guðrún Ólafsdótir

Meðeigandi, sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar

Guðrún gekk til liðs við Deloitte í upphafi árs 2023 sem einn af meðeigendum Deloitte. Hún er sviðsstjóri Upplýsingatækniráðgjafar. Guðrún hefur unnið í upplýsingatæknigeiranum síðastliðinn rúman árat... Meira