Þjónusta
Viðskiptagreind
Áreiðanleg gögn í rauntíma eru grundvöllur fyrir réttri ákvarðanatöku
Við hjálpum fyrirtækjum og stofnunum að fá betri innsýn í aðgerðir þeirra og starfshætti í gegnum gagnameðhöndlun. Við smíðum skýrslur, mælaborð og framkvæmum flóknar greiningar byggðar á því að safna, skilja og birta óunnin gögn.
Okkar sérfræðiþekking:
- Azure
- Fabric
- PowerBI
Nýleg verkefni
Jafnvægisvog FKA
Deloitte hefur verið samstarfsaðili Jafnvægisvogarinnar frá upphafi. Deloitte kom á laggirnar og heldur úti mælaborði sem sýnir stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi.
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni sem miðar að því að auka jafnvægi kynja í eftsta lagi stjórnunar fyrirtækja með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið að minnka kosti 40/60 í framkvæmdastjórum hér á landi.
Skoða mælaborð Jafnvægisvogarinnar
Fótboltaskýrsla Deloitte og KSÍ
Deloitte aðstoðaði KSÍ við greiningar á rekstrarniðurstöðum íslenskra knattspyrnufélaga í efstu deild karla og kvenna á tímabilinu 2019-2022. Rýnt var í tekjuliði og gjöld, auk þess sem ýmis athugaverð atriði voru borin saman.
Gögn úr ársuppgjörum félaganna voru sett fram á gagnvirkan og notendavænan hátt með mælaborði Microsoft Power BI sem gefur fólki innsýn í rekstur félaganna á skýran og aðgengilegan hátt.
Fasteignamælaborð Deloitte
Deloitte hannaði mælaborð fasteignaviðskipta úr opinberum upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands og uppfærist í takt við útgefnar tölur. Mælaborðinu er ætlað að vera upplýsingagluggi þeirra sem áhuga hafa á fasteignamarkaðnum á Íslandi.