Þjónusta

Viðskiptagreind

Áreiðanleg gögn í rauntíma eru grundvöllur fyrir réttri ákvarðanatöku

Við smíðum skýrslur, mælaborð og framkvæmum flóknar greiningar byggðar á því að safna, skilja og birta óunnin gögn.

Þjónusta Deloitte

Rekstrargreiningar

Rekstrargreiningar Deloitte tryggja stjórnendum, starfsfólki, eigendum og öðrum hagsmunaaðilum einfalt og öruggt aðgengi að fjárhagsupplýsingum. Engin þörf fyrir ný forrit, leyfi eða flókna innleiðingu. Einfalt er að stýra gagnaaðgengi fyrir hvern og einn notanda eftir því hvaða upplýsingar viðkomandi hefur leyfi til að skoða.

Kerfið okkar er byggt þannig að auðvelt er að breyta og bæta við þær greiningar sem þegar eru í áskrift. Þannig lágmörkum við þann tíma og kostnað sem fylgir allri sérsmíði. 

Nýleg verkefni

Jafnvægisvog FKA

Deloitte hefur verið samstarfsaðili Jafnvægisvogarinnar frá upphafi. Deloitte kom á laggirnar og heldur úti mælaborði sem sýnir stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi.

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni sem miðar að því að auka jafnvægi kynja í eftsta lagi stjórnunar fyrirtækja með það að markmiði að árið 2027 verði hlutfallið að minnka kosti 40/60 í framkvæmdastjórum hér á landi.

Skoða mælaborð Jafnvægisvogarinnar

 

 

Fótboltaskýrsla Deloitte og KSÍ

Deloitte aðstoðaði KSÍ við greiningar á rekstrarniðurstöðum íslenskra knattspyrnufélaga í efstu deild karla og kvenna á tímabilinu 2019-2022. Rýnt var í tekjuliði og gjöld, auk þess sem ýmis athugaverð atriði voru borin saman. 

Gögn úr ársuppgjörum félaganna voru sett fram á gagnvirkan og notendavænan hátt með mælaborði Microsoft Power BI sem gefur fólki innsýn í rekstur félaganna á skýran og aðgengilegan hátt.

Skoða fótboltaskýrsluna

 

 

Fasteignamælaborð Deloitte

Deloitte hannaði mælaborð fasteignaviðskipta úr opinberum upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands og uppfærist í takt við útgefnar tölur. Mælaborðinu er ætlað að vera upplýsingagluggi þeirra sem áhuga hafa á fasteignamarkaðnum á Íslandi.

Skoða fasteignamælaborðið