Faglegt efni

Sjávarútvegsdagurinn 8. október 2014

Ferskur og sterkur

Miðvikudaginn 8. október stóðu Deloitte, Samtök atvinnulífsins, SF og LÍÚ að Sjávarútvegsdeginum í Hörpu. Þetta er í fyrsta sinn sem dagurinn er haldinn og voru málefni sjávarútvegsins þar rædd frá ýmsum áhugaverðum hliðum.

Sjávarútvegsdagurinn 2014

Sjávarútvegsdagurinn fór fram "ferskur og sterkur" í Hörpu, þar sem málefni sjávarútvegsins voru rædd frá ýmsum áhugaverðum hliðum. Fjölmenni var á fundinum og mátti sjá aðila úr hinum ýmsu atvinnugreinum sem létu vel af fundinum.  Dagskrána má sjá hér að neðan og eins er hægt að sjá fyrirlestrana á pdf formi.

Setning
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra

Afkoma sjávarútvegsins 2013 - sjávarútvegsgagnagrunnur Deloitte
Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi Deloitte ehf.

Konur í karlaheimi!  Skiptir það máli?
Erla Björg Guðrúnardóttir, framkvæmdastjóri Marz Seafood

Styrk stoð í atvinnulífinu
Ólafur Garðar Halldórsson, hagfræðingur á efnahagssviði SA

Þróun, aðferðir og afurðir
Ólafur Helgi Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma og Primex

Mikilvægi íslensks sjávarútvegs í starfsemi Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna
Þór Ásgeirsson, aðstoðarforstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Fundarstjóri
Margrét Sanders, formaður SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu og framkvæmdastjóri hjá Deloitte.

Sérhæfð þjónusta til sjávarútvegsfyrirtækja

Viðamikill gagnagrunnur Deloitte um rekstur sjávarútvegsfélaga á Íslandi.

Grunnurinn inniheldur 89% af rekstrarupplýsingum 2013 hjá félögum sem eru með úthlutaðar aflaheimildir og er hann uppreiknaður í 100%.

Hér til hliðar má sjá lykiltölur úr bæklingnum.

Gagnagrunnur og lykiltölur
Did you find this useful?