Faglegt efni

Fræðsluefni Deloitte Legal

Fróðleikur um skatta- og lögfræðileg málefni

Til að auðvelda stjórnendum að átta sig á straumum og stefnum í skattamálum og lagaumhverfinu almennt leggur Deloitte Legal mikla áherslu á að miðla margvíslegu fræðsluefni sem tengist kjarnasviðum þess og úrlausnarefnum fyrirtækja.

Steinþór - Skattafréttabréf Deloitte Legal

Fréttabréfið er að fullu sjálfvirknivætt þar sem róbótinn Steinþór les daglega nýjar fréttir af hátt í 40 vefsíðum opinberra aðila, tekur saman fréttabréf og sendir á póstlistann. Er þar meðal annars um að ræða ný frumvörp, nefndarálit og lög á sviði skattamála, frumvarpsdrög í samráðsgátt og fréttir, úrskurði og tilkynningar frá skattyfirvöldum sem og dóma. Áskrift er án endurgjalds.

Lögfræðiblogg Deloitte Legal 

Sérfræðingar Deloitte Legal birta reglulega hugleiðingar sínar tengdar lögfræðilegum málum í stuttum pistlum. Um er að ræða nýja boðmiðlun sem mun vaxa hægt og rólega. Markmiðið er að vekja athygli á því helsta sem snertir lögfræði- og skattamál á einfaldan og aðgengilegan hátt.

Skattadagur og skattabæklingur Deloitte 

Skattadagar Deloitte í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa fest sig í sessi hjá einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja hlýða á það nýjasta og áhugaverðasta sem er að gerast í skattamálum hverju sinni. Mjög góð þátttaka hefur verið á þennan viðburð þar sem fjármálaráðherra setur tóninn í skattamálum fyrir komandi ár hverju sinni.

Samhliða Skattadeginum gefur Deloitte Legal út sérstakan skattabækling með helstu breytingum og upplýsingum sem gott er að hafa við hendina. Þar er að finna helstu upplýsingar um skattamál, skattaprósentur og skattabreytingar sem hafa orðið á árinu.

Veffundir og skýrslur Deloitte Legal á alþjóðavísu 

Deloitte Legal stendur reglulega fyrir veffundum og námskeiðum af ýmsum toga sem eru opnir öllum áhugasömum. Með því viljum við aðstoða þig við að fá innsýn í þau helstu lögfræðitengdu mál sem eru á baugi hverju sinni og gætu snert þinn rekstur. Að auki eru birtar greinar og skýrslur af ýmsum toga sem geta komið að góðum notum.

Eins býður Deloitte á alþjóðvísu uppá fjölda skýrslna og greina um skattamál, sem og yfirlitssíðu þar sem hægt er að nálgast skatthlutföll fjölmargra landa og áhrif tvísköttunarsamninga þar á.

Did you find this useful?