Faglegt efni
Skattalagabreytingar 2022
Agnúar sem má sníða af skattkerfinu
Guðbjörg Þorsteindóttir, lögmaður og meðeigandi Deloitte Legal, var með erindi á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs Ísland og Samtaka atvinnulífsins 2022, um skattalagabreytingar ársins 2022 og agnúa sem má sníða af skattkerfinu.
Það er fastur liður á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs Íslands og Samtaka atvinnulífsins að fara yfir helstu skattalagabreytingar. Guðbjörg Þorsteinsdóttir, lögmaður og meðeigandi Deloitte Legal, hélt erindið í ár en nálgaðist það með eilítið öðrum hætti en áður.
Guðbjörg einblínir hér á þá agnúa sem má sníða af skattkerfinu okkar til að gera það aðeins betra. Byggir þetta á samtölum sérfræðinga Deloitte Legal við tugi fyrirtækja, allt frá litlum sprotafyrirtækjum til stórra, skráðra félaga þar sem þau hlýddu á reynslusögur og tillögur að úrbótum.
Upptöku af Skattadeginum 2022 má nálgast HÉR.