Faglegt efni
Fjárhagsleg endurskipulagning
Áskoranir tengdar COVID-19
Núverandi aðstæður hafa skapað margvíslegar áskoranir fyrir rekstrargrundvöll fyrirtækja og mörg þeirra sjá fram á viðamikla fjárhagslega endurskipulagningu til að viðhalda rekstrarhæfi.
Greiðslugeta
Hefur þú yfirsýn yfir raunverulega greiðslugetu og skammtímafjárþörf? Teiknaðu upp mismunandi sviðsmyndir yfir þróun næstu mánaða til að skilja líklega fjárþörf.
Fjármögnun
Er aðgengi að fjármagni tryggt? Skoðaðu núverandi fjármögnun félagsins og lánaskilmála. Hafðu samband við lánveitendur sem fyrst til að tryggja áframhaldandi fjármögnun félagsins, til skemmri og lengri tíma.
Lausafé
Er hægt að losa um fjárbindingu? Farðu yfir mögulegar aðgerðir til að auka lausafé. Leggðu mat á möguleika til að draga úr kostnaði og fjárbindingu í veltufé.
Aðgerðir hins opinbera
Ertu búin(n) að rýna aðgerðir hins opinbera og nýta þær tímabundnu ívilnanir sem eiga við þitt fyrirtæki? Smelltu hér fyrir samantekt Deloitte þar sem farið er nánar í þær aðgerðir og skilyrði þeirra.
Endurskipulagning
Er tækifæri til að einfalda skipulag samstæðunnar og jafnvel þörf á að aðgreina rekstraráhættur með uppskiptingu? Slíkar ráðstafanir þurfa að vera framkvæmanlegar í samræmi við lög og huga þarf að skattalegum áhrifum þeirra.
Greiðslustöðvun og nauðasamningar
Eru lögbundin úrræði við að koma rekstrarhæfinu á legg óhjákvæmileg? Greiðslustöðvun og nauðasamningar eru leiðir til að koma nýrri skipan á fjármál fyrirtækja svo forðast megi gjaldþrot, en kalla á viðamikið ferli.