Faglegt efni

COVID-19     

Skatta- og lögfræðileg álitaefni

Við núverandi aðstæður er að ýmsu að huga fyrir fyrirtæki og mikilvægt að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að viðhalda rekstrarhæfi í gegnum þær áskoranir sem steðja að vegna COVID-19 heimsfaraldursins.

Hvað þarf að hafa í huga?

 • Fjármögnun fyrirtækja

  Huga þarf vel að því að fjármögnun félagsins tryggi viðhlítandi stöðu lausafjár. Ekki er því ólíklegt að fyrirtæki þurfi að sækja frekara fjármagn til lánastofnana eða hluthafa. Þá getur verið nauðsynlegt að gera samninga við lánardrottna um breytingar á skilmálum og/eða endurfjármögnun.
 • Samningar við birgja / kröfuhafa

  Nú getur reynt á ýmis ákvæði samninga við birgja og aðra kröfuhafa sem og ýmis lagaákvæði sem kunna að eiga við. Í því sambandi getur verið sérstaklega mikilvægt að huga að því hvort samningsaðila beri að tilkynna gagnaðila sínum um hugsanlegar vanefndir á samningum.
 • Ráðstafanir til að tryggja viðskiptakröfur

  Í þeim tilvikum þar sem fyrirtæki eiga útistandandi viðskiptakröfur er mikilvægt að huga að greiðsluhæfi skuldara og eftir atvikum leitast við að tryggja efndir viðskiptakrafna eins og kostur er, t.d. með því að skuldbreyta viðskiptakröfum eða eftir atvikum krefjast frekari veðtrygginga.
 • Starfsmannamál

  Nýlega voru samþykktar lagabreytingar um hlutastarfaleiðina og tímabundnar greiðslur í sóttkví. Hlutastarfaleiðin er samningsbundið úrræði milli vinnuveitanda og einstakra starfsmanna, sem þarf að útfæra. Smelltu hér til að reikna út áhrif hlutastarfaleiðarinnar.
 • Skattalegar ívilnanir

  Mikilvægt að er fyrirtæki séu meðvituð um og nýti þær tímabundnu ívilnanir sem felast í nýlegum aðgerðum stjórnvalda. Smelltu hér fyrir samantekt Deloitte þar sem farið er nánar í þær aðgerðir og skilyrði þeirra. Á þessari síðu má einnig nálgast yfirlit yfir aðgerðir fjölda annarra ríkja.
 • Endurskipulagning

  Nauðsynlegt er að huga að núverandi rekstrarfyrirkomulagi og jafnvel að einfalda samstæður eða eftir atvikum aðgreina rekstraráhættur með uppskiptingur félaga, til að mæta þeirri óvissu sem framundan er. Við þær aðstæður er rétt að huga vel að því að slíkar ráðstafanir séu framkvæmdar í samræmi við lög og vel sé gætt að því hvaða skattalegu afleiðingar þær kunni að hafa.

 

Deloitte á alþjóðavísu

Deloitte á alþjóðavísu hefur tekið saman ýmsan fróðleik og gagnlega punkta í tengslum við COVID-19 áskoranir. Síðan er uppfærð reglulega með nýju efni.

 

Lesa meira

Did you find this useful?