Faglegt efni

Skráning raunverulegra eigenda

Skráningar eru hafnar!

lög nr. 82/2019 um skráningu raunverulegra eigenda tóku gildi í júlí 2019 og eru hluti af aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Lögin hafa áhrif á þá lögaðila sem stunda atvinnurekstur hér á landi eða eru skráðir í fyrirtækjaskrá. Lögin hafa því afskaplega víðtæk áhrif og snerta stærstan hluta lögaðila á Íslandi.

Lögaðilum á Íslandi er þannig gert skylt að skrá raunverulegt eignarhald hjá fyrirtækjaskrá RSK. Frá og með 1. ágúst 2019 skulu allir nýskráðir lögaðilar sem undir skráningarskyldu falla skrá raunverulega eigendur, en þegar skráðir lögaðilar hafa frest til 1. mars 2020 til að ganga frá slíkri skráningu. Auk þess skal tilkynna um allar breytingar á eignarhaldi eða skráðum upplýsingum innan tveggja vikna.

Með tilkynningu til fyrirtækjaskrár skal veita upplýsingar um raunverulega eigendur og skulu upplýsingar m.a. ná til nafns, lögheimilis, kennitölu, ríkisfangs og eignarhluta, auk gagna sem styðja við framangreindar upplýsingar. Til raunverulegra eigenda teljast þeir einstaklingar sem í raun eiga eða stjórna lögaðila í gegnum beina eða óbeina eignaraðild að meira en 25% hlut (þ.e. 25,01% og meira) eða ráða meira en 25% atkvæðisréttar (25,01% og yfir) eða teljast á annan hátt hafa yfirráð. Sé um dreift eignarhald að ræða og ekki hægt að tilgreina raunverulegan eiganda samkvæmt framangreindu, skal sá sem stjórnar starfsemi lögaðila teljast raunverulegur aðili.

Mörg álitaefni geta komið upp við skráningu raunverulegra eigenda, sérstaklega þegar eignarhald er flókið eða nær yfir landamæri. Þess að auki eru lögð á viðurlög við að sinna ekki skyldu til skráningar. Því er mikilvægt að vandað sé til verksins. Hjá Deloitte er til staðar þekking og reynsla til að aðstoða fyrirtæki við skráningar raunverulegra eigenda. 

Did you find this useful?