Faglegt efni
Varnir gegn peningaþvætti
Er þitt fyrirtæki tilbúið?
Í ársbyrjun 2019 tóku gildi lög nr. 140/2018 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Með lögunum eru settar fram auknar kröfur til fyrirtækja sem falla undir ákvæði laganna samkvæmt 2. grein þeirra.
Gerðar eru kröfur til fyrirtækjanna um að:
- Gera áhættumat gagnvart lögunum.
- Gera áreiðanleikakönnun á ákveðnum viðskiptavinum sínum og flokka viðskiptavinina eftir áhættu
- Setja sér stefnur og ferla og þjálfa starfsmenn, auk fleiri atriða sem þurfa að vera til staðar.
Ríkisskattstjóri og Fjármálaeftirlitið hafa eftirlit með því að lögunum sé framfylgt og frá því að lögin tóku gildi hefur Ríkisskattstjóri sent út beiðni um könnun og upplýsingar til fjölmargra fyrirtækja. Hjá Deloitte er til staðar þekking og reynsla til að aðstoða fyrirtæki að leysa úr þessum málum.