Þjónusta

Stefnumótun og greining

Strategy & Analytics

Deloitte veitir fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf við umbreytingu rekstrar, stjórnunar og upplýsingatækni. Deloitte leggur áherslu á að rekstrar- og stjórnunarbreytingar séu reistar á stoðum bestu mögulegu tæknilegu lausna og jafnframt að skipulag uppýsingatækni sé í samræmi við, og styðji við, rekstrar- og stjórnunaráherslur fyrirtækja og stofnana.

Þjónusta Deloitte

Stefnumótun og innleiðing stefnubreytinga

Stjórnendaáðgjöf og stefnumótun Deloitte aðstoðar stjórnendur og stjórnir íslenskra fyrirtækja og stofnana við að takast á við áskoranir markaðarins. Í samvinnu við erlendar Deloitte skrifstofur bjóðum við alþjóðlega sérþekkingu í stjórnendaráðgjöf ásamt innlendri þekkingu og verkefnastjórn sem skilur íslenskt umhverfi og samhengi. Alþjóðleg sérfræðiþekking og reynsla þvert á atvinnugreinar gerir sérfræðingum Deloitte kleyft að veita alhliða ráðgjöf í stefnumótun hvort sem um ræðir að móta sérsniðna stefnu eða samþætta fyrri stefnu fyrirtækis, auk þess að aðstoða við innleiðingarferli stefnubreytinga frá upphafi til enda.

 

Upplýsingatækniráðgjöf og högun 

Ráðleggjum stjórnendum upplýsingatæknimála við mótun og framkvæmd upplýsingatæknistefnu og hagnýtingu á notkun upplýsingatækni í rekstri fyrirtækja. Deloitte á Íslandi nýtir alþjóðlega reynslu sérfræðinga Deloitte en saman höfum við viðamikla reynslu af sambærilegum verkefnum meðal annars á Íslandi og verkefni sem unnin hafa verið víðsvegar um heim fyrir fyrirtæki í einka- og opinbera geiranum.

 

Salesforce

Viðskiptavinir eru fyrirtækinu þínu afar mikilvægir. Sama hvaða atvinnugeira fyrirtækið þitt starfar innan eða hvar ykkar vöru- eða þjónustuáherslur liggja þá eru viðskiptavinirnir mikilvægasti þáttur starfseminnar. Öll fyrirtæki keppast við að skapa ánægða viðskiptavini og leggja því ríka áherslu á að virkja viðskiptasambandið og leita leiða til að skilja betur þarfir og væntingar viðskiptavina svo þau geti veitt enn betri þjónustu og boðið enn betri lausnir. Salesforce viðskiptatengslakerfi (CRM) er fyrir öll fyrirtæki sem vilja bæta árangur sinn í sölu og þjónustu til viðskiptavina.

 

Stjórnun og greining gagna

Samkeppnisforskot nútíma fyrirtækja veltur á réttri og vandaðri notkun gagna. Með réttri nýtingu gagna má skapa þær upplýsingar sem nýtast til vandaðrar ákvarðanatöku og skila fyrirtækjum eða stofnunum sterkari samkeppnisstöðu og dýpri þekkingu á eigin rekstri og umhverfi.

 

Umbreyting rekstrarinnviða

Er sýn og markmið fyrirtækisins ljós en skortur á færni hindrar að settum markmiðum og stefnu er náð? Umbreyting rekstrarinnviða er þjónusta sem Deloitte býður og felst í að aðstoða fyrirtæki við að innleiða stefnu sína og ná settum markmiðum.  Sú alþjóðlega og tæknilega sérfræðiþekking sem Deloitte býr yfir þvert á atvinnugreinar gerir sérfræðingum Deloitte kleyft að aðstoða fyrirtæki við að umbreyta kjarnastarfsemi sinni og rekstrarinnviðum, undirbúa fyrirtæki undir frekari vöxt, hámarka skilvirkni í rekstri og nýta tæknilegar framfarir á markaðnum. Við færum viðskiptavinum okkar breiða og djúpa þekkingu sem skilar raunverulegum verðmætum.

Nánari upplýsingar veitir:

Björgvin Ingi Ólafsson

Björgvin Ingi Ólafsson

Meðeigandi

Björgvin Ingi er meðeigandi hjá Deloitte. Hann hefur víðtæka þekkingu og reynslu í stefnumótun, ráðgjöf og rekstri. Björgvin er með MBA gráðu frá Kellogg School of Management og B.Sc. gráðu í hagfræði... Meira