Faglegt efni

2019 SAP Pinnacle Awards

Deloitte vann fern verðlaun  

Framúrskarandi samstarfsaðili

Deloitte vann nýverið fern 2019 SAP Pinnacle-verðlaun. Um er að ræða verðlaun í eftirfarandi flokkum:

  • Digital Partner of the Year
  • Customer Experience Partner of the Year
  • SAP SuccessFactors Partner of the Year
  • Purpose Driven Partner Application of the Year

SAP Pinnacle-verðlaunin eru veitt árlega og þau hljóta samstarfsaðilar sem taldir eru hafa skarað fram úr, bæði hvað varðar þjónustu við viðskiptavini og uppbyggingu samstarfs við SAP. Sigurvegarar í hverjum flokki fyrir sig eru valdir út frá meðmælum innan SAP-samfélagsins, endurgjöf viðskiptavina, sem og út frá árangri í þróun og ráðgjöf SAP-lausna.

Við hjá Deloitte erum gríðarlega stolt af þessum viðurkenningum en þetta er annað árið í röð sem við hljótum fern Pinnacle-verðlaun, fleiri en nokkur annar SAP-samstarfsaðli hefur hlotið á einu og sama árinu. Þessar viðurkenningar sýna vel hversu öflugur hópurinn okkar er en hjá okkur starfa um 20.000 sérfræðingar á sviði SAP-lausna – öll sú þekking er nú aðgengileg íslenskum SAP-notendum.

SAP-ráðgjöf og lausnir

Deloitte sérhæfir sig í ráðgjöf, innleiðingu, verkefnastjórnun, þjónustu og þróun á SAP-viðskiptahugbúnaði. Hjá félaginu starfar þéttur hópur sérfræðinga sem hefur áratuga reynslu við innleiðingu, rekstur og þjónustu á SAP.

Það sem gerir Deloitte að eftirsóknarverðum samstarfsaðila er firnasterkt alþjóðlegt net sérfræðinga. Hjá Deloitte starfa um 20.000 SAP-sérfræðingar sem búa yfir mikilli þekkingu á fjölbreyttum SAP-umhverfum, frá hefðbundnum rekstri yfir í stefnumótun og tæknilega þróun yfir í S/4HANA.

Deloitte hefur hjálpað hátt í 100 viðskiptavinum að finna réttu leiðina í þróun yfir í S/4HANA. Fleiri tugum innleiðinga er nú þegar lokið og mörg verkefni í undirbúningi og fékk Deloitte í Hollandi nýlega viðurkenningu sem besti SAP-innleiðingaraðili fyrir S4/HANA í Evrópu.

Sérstaða Deloitte á Íslandi er að geta boðið upp á aðgang að þessu feiknalega neti sérfræðinga sem nýtist íslenskum viðskiptavinum á samkeppnishæfu verði.

 

Did you find this useful?