Um okkur

Sérsniðnar lausnir

eftir Sigurð Pál Hauksson

Sértækar áskoranir kalla á sérsniðnar lausnir. Lausnirnar eru svo enn betri ef þær leiða til jákvæðra framfara fyrir fyrirtækið þitt og samfélagið sem þú tilheyrir.

Nærri 200 ár af samfelldri þróun

Við erum að upplifa líklega mesta breytingatíma sögunnar; breytingar sem hafa áhrif á þig, fyrirtækið þitt, umhverfið þitt og samfélagið í heild. Síðustu 200 ár höfum við fylgst með ævintýralegri þróun innan tækni, efnahags, samfélags og velferðar og við höfum séð hversu víðtæk áhrifin eru. Saga Deloitte spannar 174 ár. Ekki mörg fyrirtæki geta sagt það sama. Á þessum tíma höfum við hjálpað fyrirtækjum, félögum og obinberum stofnunum að takast á við fjölbreyttar áskoranir og eflt þeirra rekstur til frambúðar. Hvert og eitt verkefni hefur styrkt okkur því við höfum tekið fagnandi á móti allri nýsköpun og aðlagað þjónustuframboð okkar og ráðgjöf tafarlaust að þeim síbreytilega markaði sem viðskiptavinir okkar standa frammi fyrir.

 

Til skemmri eða lengri tíma

Við stöndum stundum í þeirri trú að breytingar gerist með hvelli; að stafræna byltingin sé eitthvað sem skyndilega skellur á og umbylti allri þjónustu og tækni. Raunveruleikinn er þó alla jafna sá að breytingar eiga sér stað í litlum skrefum og yfir lengri tíma. Mikilvægustu breytingarnar eiga sér stað þegar við finnum nýjar leiðir til að nota núverandi tækni eða þegar við náum að aðlaga okkur enn betur að breyttum aðstæðum.

Hjá Deloitte tölum við um skemmri tíma verkefni og lengri tíma verkefni. Til skemmri tíma er mikilvægt að við látum hlutina gerast. Til lengri tíma er mikilvægt að vera skrefi á undan framþróuninni. Þau bestu á meðal okkar ná að sinna hvoru tveggja mjög vel. Þú stendur frammi fyrir sértækri áskorun. Og þá þarftu að finna sérsniðna lausn. Lausnin er svo enn betri ef hún leiðir til jákvæðra framfara fyrir fyrirtækið þitt og samfélagið sem þú tilheyrir.

 

Á „Change the World“ lista Fortune

Árið 2018 var Deloitte þess heiðurs aðnjótandi að vera á „Change the World“ lista Fortune og það sem meira er, Deloitte var eina fyrirtækið í sinni atvinnugrein á heimsvísu sem komst á listann það árið. „Change the World“ er listi sem Fortune gefur út árlega og á hann komast fyrirtæki sem hafa látið gott af sér leiða til samfélagsins með góðum viðskiptaháttum. Með þessum árangri viðurkennir Fortune áhrif Deloitte í að undirbúa viðskiptavini og starfsfólk fyrir þær stóru tækniframfarir sem við munum sjá og upplifa með fjórðu iðnbyltingunni (e. Industry 4.0).

Við erum gríðarlega stolt af þessari viðurkenningu og sýnir hún hversu öflugur hópur starfar hjá Deloitta á alþjóðavísu.


Viltu vita meira um hvað Deloitte getur gert fyrir þig? Horfðu á myndbandið. Hafðu samband við einn af okkar sviðsstjórum sem þú sérð hér að neðan og fáðu frekari upplýsingar.

Hafðu áhrif með Deloitte

Did you find this useful?