About us

Sérsniðnar lausnir

eftir Sigurð Pál Hauksson, forstjóra Deloitte á Íslandi

Einstakar áskoranir kalla á einstakar lausnir. En úrlausnin verður ennþá betri ef hún leiðir til jákvæðra framfara fyrir fyrirtækið þitt og samfélagið sem þú tilheyrir.

Nærri tvö hundruð ár af samfelldri þróun

Við lifum líklega á mesta breytingatíma sögunnar, bæði fyrir þig, fyrirtækið þitt, umhverfi og samfélagið í heild. Síðustu tvö hundruð ár höfum við upplifað ævintýralega þróun innan tæknis, efnahags, samfélags og velferðar. Breytingarnar hafa haft áhrif á efnahag ríkja og hversdagslíf fyrir mig og þig. Þær gera miklar kröfur um hvernig við skipuleggjum vinnuna okkar, viðskipti og opinbera stjórnsýslu.

Deloitte á 173 ára sögu. Ekki mörg fyrirtæki geta sagt það sama. Á þessum tíma höfum við hjálpað fyrirtækjum að vaxa og takast á við fjölbreyttar áskoranir. Hvert verkefni hefur eflt okkur og styrkt því við höfum tekið fagnandi á móti allri nýsköpun og aðlagað þjónustuframboð okkar og ráðgjöf tafarlaust að þeim síbreytilega markaði sem viðskiptavinir okkar standa frammi fyrir.

Til skemmri eða lengri tíma

Stundum höldum við að breytingar munu gerast með hvelli. Að stafræna byltingin sé eitthvað sem skyndilega skellur á og umbyltir allri þjónustu og tækni. Við tökum oftast ekki eftir því að breytingar koma í smáskrefum og yfir lengri tíma. Mikilvægustu breytingarnar gerast þegar við finnum nýjar leiðir til að nota núverandi tækni eða þegar við aðlögum okkur betur að virðiskeðjunni. Í Deloitte tölum við um skemmri tíma verkefni og lengri tíma verkefni. Til skemmri tíma er mikilvægt að við látum hlutina gerast. Til lengri tíma er mikilvægt að vera skrefi á undan framþróuninni. Þau bestu meðal okkar ná að sinna hvorutveggja mjög vel. Og er árangursrík breytingastjórnun. Þú stendur frammi fyrir einstökum áskorunum. Og þá þarftu að finna einstaka lausn. Úrlausnin verður ennþá betri ef hún leiðir til jákvæðra framfara fyrir fyrirtækið þitt og samfélagið sem þú tilheyrir.

Á Fortune-listanum „Change the World“

Í ár er Deloitte á þeim mikilsmetna Fortune-lista „Change the World“, eina fyrirtækið í okkar atvinnugrein á heimsvísu. „Change the World“ er árlegur listi yfir þau fyrirtæki sem skora hæst í að láta gott af sér leiða til samfélagsins með góðum viðskiptaháttum. Fortune viðurkennir áhrif Deloitte í að undirbúa viðskiptavini og starfsfólk fyrir þær stóru tækniframfarir sem við munum sjá og upplifa með fjórðu iðnbyltingunni (e. Industry 4.0). Við erum gríðarlega stolt af þessari viðurkenningu.


Viltu vita meira um hvað Deloitte getur gert fyrir þig? Horfðu á þetta myndband. Hafðu samband við einn af okkar sviðsstjórum sem þú sérð hér neðar og fáðu frekari upplýsingar.

 

Make your impact with Deloitte

Did you find this useful?